Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eftir­minni­legast að koma fram í kjól frá Eivöru

Tónlistarmaðurinn, leiklistaneminn og lífskúnstnerinn Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, hefur gaman að margbreytileika tískunnar. Hann segist duglegur að fá föt af foreldrum sínum að láni og sækir tískuinnblásturinn meðal annars til þeirra. Undanfarin ár hefur stíllinn hans breyst í það sem kalla mætti „fullorðinslegri“ átt og segist hann ekki vita hvort samfélagslegur þrýstingur spili þar inn í. Króli er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Þegar ég var sau­tján ára sagði líkaminn minn stopp“

„Ég hvet alla til að elta draumana sína þó þeir virki stórir, mikilvægast er að taka bara fyrsta skrefið og missa aldrei trúna á sjálfri sér,“ segir heilsumarkþjálfinn og jógakennarinn Anna Guðný Torfadóttir, sem leggur upp úr því að finna aðgengilegar og auðveldar leiðir fyrir heilbrigðan lífsstíl. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra frá hennar vegferð í lífinu.

Segja mynd­listar­á­huga al­mennings hafa aukist til muna

Listval Gallery hefur fært sig um set og opnar í nýju húsnæði næsta laugardag að Hverfisgötu 4. Samhliða því verður Listval með opnun á einkasýningu Huldu Vilhjálmsdóttur sem ber heitið „Ég er gegnsæ“. Blaðamaður tók púlsinn á Elísabetu Ölmu Svendsen og Helgu Björg Kjerúlf, eigendum Listvals.

List­rænt ofur­par opnar ný­stár­lega og skapandi um­boðs­skrif­stofu

Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim.

Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríó­týpíska veggi

„Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju.

Festist á Tortóla í faraldrinum

Lífskúnstnerinn, ævintýramaðurinn, flugþjóninn, siglingaþjálfarinn og mótorhjóla áhugamaðurinn Þór Örn Flygenring ber bersýnilega marga hatta og hefur verið óhræddur við að ferðast til framandi staða einn síns liðs. 

Fjallar um eigið tilfinningalíf og krísur

Tónlistarkonan Róshildur var að senda frá sér lagið Fólk í blokk (v2,3) en lagið var í dag kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957.

„Mér finnst leiðin­legt að vera alveg svart­klædd“

Tónlistarkonan Klara Elias leyfir litagleðinni að njóta sín í klæðaburði og er lítið fyrir svartar flíkur. Hún elskar að tengja tónlist og tísku þegar hún kemur fram og er bleikur jakki sem hún klæddist á stóra sviðinu í Herjólfsdal í persónulegu uppáhaldi. Klara Elias er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Hefur nú heim­sótt öll fimm­tíu ríki Banda­ríkjanna: „Ó­lýsan­leg til­finning“

Lífskúnstnerinn Hanna Guðrún Halldórsdóttir hafði löngum haft það að markmiði að heimsækja öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna og hefur því verið dugleg að ferðast síðastliðin ár. Þegar hún flaug til Alaska í síðustu viku lauk hún ætlunarverki sínu en það var einmitt síðasta ríkið sem hún átti eftir að heimsækja. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá Bandaríkja ævintýrum Hönnu Guðrúnar.

„Talar um hvernig allt er breytt á einu augna­bliki“

„Úr varð þetta lag um skilnað og sambandsslit sem endaði svo persónulegt að það eiginlega kom ekki til greina að neinn annar myndi syngja það en ég sjálf,“ segir tónlistarkonan Klara Elias um lagið Nýjan stað, sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður tók púlsinn á Klöru.

Sjá meira