Frumsýnir tónlistarmyndband: „Ég er að syngja um söguna mína“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju tónlistarmyndbandi Herberts Guðmundssonar við lagið Ástarbál. Með laginu er Herbert að segja sögu sína en hann segist þakklátur fyrir jákvæð viðbrögð við tónlistinni sinni. 13.6.2023 12:48
„Hamingjan er hugarástand sem er jafngilt hvort sem það eru skin eða skúrir“ „Lagið fjallar um hvernig það er í okkar höndum að hafa gaman af hlutum, sama þó að eitthvað leiðinlegt komi upp á,“ segir hljómsveitin Celebs, sem var að senda frá sér lagið Bongó, blús & næs. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. 10.6.2023 17:01
„Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 10.6.2023 11:30
„Þú verður að vera djörf og það er ekki í boði að upplifa loddaralíðan“ „Ástríða mín fyrir fólki hefur alltaf verið miklu stærri en fyrir vinnunni endilega sem slíkri. Það er svo mikilvægt að láta manneskjunni líða eins vel og henni getur liðið í stólnum hjá manni,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Jónsdóttir, sem hefur verið búsett í Los Angeles síðastliðið sjö og hálft ár og unnið þar að fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi. 10.6.2023 07:01
Íslenskar myndlistarstjörnur samtímans á veglegri sýningu Listasafn Reykjavíkur opnar veglega yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu næstkomandi laugardag þar sem íslenskar myndlistarstjörnur samtímans leika lykilhlutverk. Sýningin ber heitið Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld og verður þar til sýnis úrval af þeim verkum sem Listasafnið hefur eignast síðustu tvo áratugi. 7.6.2023 14:00
Stoltastur af því að hafa brugðist rétt við uppátæki sonarins „Myndin var nánast tilbúin og ég var að fara að setja hana á sýningu. Þegar ég kem út þá situr Elli á þessum háa stól, svona tveggja ára gamall, með rauðu krítina, ofboðslega ánægður, búinn að krassa yfir alla myndina,“ segir myndlistarmaðurinn Egill Eðvarðsson. Hann og sonur hans, Elli, eru viðmælendur í nýjasta þætti af Kúnst. 5.6.2023 11:30
Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3.6.2023 17:00
Finnst frábært að nota sömu fötin aftur og aftur Leikkonan Unnur Birna Backman hefur farið í gegnum hin ýmsu tískutímabil. Í dag er hún dugleg að nota sömu fötin aftur og aftur og segir stílinn sinn hafa orðið lágstemmdari með tímanum. Unnur Birna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 3.6.2023 11:31
Seldi fyrstu nektarmyndina sína til The Weeknd Elli Egilsson er heillaður að kvenlíkamanum sem viðfangsefni í myndlistinni en fyrsta slíka málverkið sem hann seldi fór til ofurstjörnunnar The Weeknd. Elli er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, en þeir stóðu saman fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Port. 2.6.2023 07:01
Blása til almennilegrar veislu í tilefni af sjö ára afmælinu Mér finnst gróska og kraftur tvímælalaust einkenna íslensku listsenuna í dag, segir Árni Már Erlingsson, listamaður og meðeigandi Gallery Ports á Laugavegi. Á laugardaginn opnar Portið samsýninguna KOLLEGAR þar sem hátt í 40 listamenn koma saman og fagna sjö ára afmæli Gallery Ports. 1.6.2023 10:00