Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjörnulífið: Íslenskar barbies, brúðkaup og bossar

Barbie er sannarlega að eiga stórt móment í dægurmenningunni í dag og samfélagsmiðlastjörnur landsins taka því fagnandi. Ástin einkenndi síðastliðna viku með brúðkaupum og bumbumyndum og Íslendingar halda áfram að ferðast, hvort sem það er innanlands eða að elta sólina. 

Íslensku lögin taka yfir topp tíu

Emmsjé Gauti situr staðfastur í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu. Íslenski listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag og eiga efstu fimm lög listans í þessari viku það sameiginlegt að vera öll íslensk.

Fann ekki drauma­kjólinn svo hún saumaði hann sjálf

Myndlistarkonan og tískuunnandinn Aníta Björt Sigurjónsdóttir hefur verið búsett í Mílanó undanfarin ár og segir stíl sinn í stöðugri breytingu. Hún var að opna vefverslunina Mamma Mia Vintage ásamt vinkonu sinni Sigrúnu Guðnýju þar sem handvalin notuð föt frá Ítalíu eru í forgrunni en þær verða með svokallaðan „Pop Up“ viðburð á Bankastræti 12 um helgina. Aníta Björt er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Langar að minna þol­endur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“

„Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu.

Var við það að missa vitið en fann sig svo í tón­listinni

„Ég var í voða fínni inni vinnu og kominn á miðjan aldur en leiður á henni og ýmsu öðru. Ég var eiginlega bara að missa vitið af leiðindum og mig langaði að prófa eitthvað annað áður en af því yrði endanlega. Á svipuðum tíma áttaði ég mig líka á því að ekki bara einn heldur tveir jafnaldrar mínir og fyrrum hljómsveitafélagar höfðu dáið tiltölulega nýlega,“ segir tónlistarmaðurinn Klemens Ólafur Þrastarson, sem notast við listamannsnafnið Klói og var að senda frá sér tveggja laga smáskífu.

Aðdáendur misstu sig yfir leynigestinum

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom tónleikagestum sínum í Detroit heldur betur á óvart um helgina með óvæntum gesti. Sheeran tilkynnti áhorfendum að hann ætlaði að taka gítarútgáfu af sögulega smellinum Lose Yourself eftir Eminem en rapparinn gekk stuttu síðar inn á svið og tók við.

Mikil upp­­lifun að vera upp­­stríluð á tísku­viku með ljós­­myndara á eftir sér

Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“

„Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Norah Jones deildi visku sinni með Laufeyju

„Ég hitti guð í dag,“ skrifaði tónlistarkonan Laufey við Instagram færslu hjá sér undir mynd af henni og tónlistargyðjunni Noruh Jones. Þær stöllur höfðu verið að spila á sömu tónlistarhátíð í Belgíu og áttu að sögn Laufeyjar góðar samræður eftir tónleikana.

Sjá meira