Nærmynd af Idol þríeykinu: „Við erum öll búin að sigra“ Spennan magnast í Idolinu og eftir standa þrír. Næstkomandi föstudagskvöld nær spennustigið svo hámarki þegar lokaþáttur Idolsins verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og í ljós kemur hver stendur uppi sem sigurvegari. Anna Fanney, Björgvin Þór og Jóna Margrét keppast um sigurinn en Lífið á Vísi fékk að kynnast þeim örlítið nánar. 7.2.2024 07:00
Heitur eplahleifur á köldum þriðjudegi Á köldum dögum sem þessum má leita ýmissa leiða til þess að hlýja sér og myndu sumir segja að í eldhúsinu megi finna hlýjuna. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum en nýlegasta uppskriftin er heitur eplahleifur sem hún segir dásamlegan. 6.2.2024 13:30
„Hollt að horfast í augu við gömul sár“ „Ég held að það sé svo margt erfitt sem maður upplifir sem er miklu þægilegra að reyna að gleyma bara eða láta eins og hafi ekki haft áhrif á mann,“ segir tónlistarkonan Hildur Kristín sem var að senda frá sér lagið Þúsund skyssur ásamt tónlistarmyndbandi. 5.2.2024 16:58
Íslenskur hönnuður með fatalínu á tískuviku „Adrenalínið var alveg í hámarki eftir sýninguna,“ segir hin 24 ára gamla Thelma Gunnarsdóttir sem er nýútskrifaður fatahönnuður og nú þegar farin að taka þátt í spennandi verkefnum. Hún sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku en blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá. 5.2.2024 13:28
Best klæddu á Grammys: Laufey skein skært í Chanel Grammy verðlaunin fóru fram í 66. skipti í gærkvöldi með pomp og prakt í Crypto höllinni í Los Angeles. Stjörnurnar glitruðu á rauða dreglinum í sínu allra fínasta pússi og þar á meðal voru Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín og Ólafur Arnalds, sem hlaut tilnefningu. 5.2.2024 12:46
Laufey spilaði á selló með Billy Joel Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel. 5.2.2024 10:34
Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4.2.2024 12:30
„Ég hlakka til að klæða mig upp á hverjum morgni“ Fyrirsætan, háskólaneminn og tískuáhugakonan Anna María V. Þorsteinsdóttir hefur frá unga aldri lagt upp úr því að vera alltaf vel til fara og hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á því sem hún klæðist. Hún sækir meðal annars innblástur til eldri ítalskra karla og eldri kvenna í Kaupmannahöfn en tískufyrirmyndin er þó móðir hennar. Anna María er viðmælandi í Tískutali. 3.2.2024 11:31
„Hér er maður berskjaldaðri og viðkvæmari“ „Það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar, klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því þá veit maður að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari,“ segir listamaðurinn Klemens Hannigan sem er hvað þekktastur sem meðlimur Hatara. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Low Light, og frumsýnir sömuleiðis hér tónlistarmyndband við lagið Someone Else. 2.2.2024 07:02
Gul súpa fyrir gula viðvörun Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. 31.1.2024 10:22