Er ósigrandi á sviði og sækir orkuna niður í jörð „Ég er smá filterslaus á sviði. Þegar þessi orka kemur inn þá er ekki neitt til þess að fela sig á bak við. Það hefur kannski líka komið mér í vandræði en að mestu leyti er það rosalega jákvætt því einlægnin er lykilinn,“ segir tónlistarkonan Agnes Björt Andradóttir sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Sykur. Blaðamaður ræddi við Agnesi um listina, lífið, æskuna, uppbyggingu og fleira en hún fagnar sömuleiðis 33 ára afmæli sínu í dag. 23.6.2024 07:01
„Ef ég væri ekki prestur væri gaman að vera poppstjarna“ Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform fyrir sér. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali. 22.6.2024 07:01
Skoski hópdansinn endaði óvænt sem algjör hápunktur „Það er svo lýsandi fyrir lífið í rauninni, það fer ekki endilega alltaf eins og maður heldur að það fari, en oftast rætist samt úr hlutunum og maður myndi ekki vilja hafa þá neitt öðruvísi,“ segja nýgiftu hjónin Anna Jia og Michael Wilkes, sem héldu draumabrúðkaup í Skotlandi í síðustu viku. 21.6.2024 12:30
Nýjasta súperstjarna heimsins Frægðarsól tónlistarkonunnar Sabrina Carpenter hefur aldrei skinið jafn skært og nú. Hún á tvö mest spiluðu lög í heimi um þessar mundir, er að slá sér upp með hjartaknúsaranum og leikaranum Barry Keoghan, kemur fram á tónleikum og viðburðum um allan heim og stelur ósjaldan senunni í einstökum klæðaburði. 20.6.2024 07:01
„Mér þykir alltaf vænt um hlutina mína“ Stílistinn, jógakennarinn og Swimslow eigandinn Erna Bergmann er mikil smekkskona sem er oft með marga bolta á lofti og tvær til þrjár töskur á sér hverju sinni. Uppáhalds taskan er einstakur erfðagripur frá látinni frænku og það má stundum finna orkusteina í renndum hólfum hjá Ernu. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 19.6.2024 20:00
„Þetta líf er bara eitt augnabliksstopp“ „Low er lag sem fjallar um ferðalagið í gegnum lífið og hvernig það einkennist af breytilegum væntingum, tilfinningum og upplifunum. Þegar það verður erfitt er ekkert annað að gera en að grafa sig út úr erfiðleikunum og dansa og syngja. Þetta líf er bara eitt augnabliksstopp og þegar það er búið þá er það búið,“ segir gítarleikarinn Þór Freysson sem er meðlimur sveitarinnar Hvítár. 19.6.2024 15:30
„Stefni út í heim og er með stóra drauma“ „Mér hefur alltaf fundist léttara að tjá líðan í gegnum tónlist heldur en að með því að tala,“ segir tónlistarkonan Thelma Tryggvadóttir, sem er gjarnan kölluð TT. Hún er að senda frá sér EP plötu næstkomandi föstudag sem hefur verið í bígerð í nokkur ár og er tilhlökkunin mikil. 19.6.2024 11:30
Myndaveisla: Níu líf of stórkostleg fyrir eftirsjá Þakið ætlaði að rifna af salnum þegar leikarar Níu lífa hneigðu sig í síðasta skipti á lokasýningunni síðastliðið laugardagskvöld eftir hvorki meira né minna en 250 sýningar. Er um að ræða einhverja farsælustu sýningu í sögu Borgarleikhússins og var þessum tímamótum svo fagnað með pomp og prakt. 18.6.2024 13:00
Lofar svakalegri veislu „Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld. 16.6.2024 09:29
„Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur“ „Þegar mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt eða er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til. Og þegar ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott,“ segir tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Jógvan Hansen. Hann ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna. 16.6.2024 07:01