Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Loka Ís­búð Brynju í Lóu­hólum

Ísbúð Brynju í Lóuhólum verður lokað á næstu mánuðum. Staðsetningin hentaði ekki nægilega vel en önnur ísbúð keðjunnar er staðsett ansi nálægt Lóuhólum. Framkvæmdastjóri ísbúðarinnar segir reksturinn á Akureyri og í Kópavogi alltaf ganga jafn vel.

Nafna Liz Truss hrekkir Í­halds­menn og þjóðar­leið­toga

Eigandi notendanafnsins @LizTruss á Twitter er ekki nýr forsætisráðherra Bretlands, heldur bresk kona að nafni Liz Trussel. Fjöldi fólks hefur merkt Trussel í færslur á Twitter og hefur hún gripið gæsina og orðið heimsfræg í leiðinni.

Ná vonandi að opna við Haga­mel fyrir helgi

Undirbúningur fyrir opnun indverska veitingastaðarins Indican við Hagamel er á lokametrunum. Eigandinn vonast eftir því að geta opnað fyrir helgi og hlakkar til að bætast við í Vesturbæjarflóruna. 

Fundu nostalgíska Svala­fernu við Skafta­fells­heiði

Landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði fann Svalafernu í austurbrekkum Skaftafellsheiðar fyrir stuttu. Fernan var tóm en landvörðurinn hefði líklegast ekki viljað drekka úr henni ef hún væri full, enda er fernan frá árinu 1986.

Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá

Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 

Sjá meira