Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16.8.2022 13:51
Fundu líkamsleifar í tösku sem þau keyptu á uppboði Fjölskylda sem keypti allt innihald yfirgefins geymslurýmis í Nýja-Sjálandi fann líkamsleifar í tösku sem geymd var þar inni. Lögreglan reynir nú að bera kennsl á líkið. 16.8.2022 11:59
Verulega dregið úr hraunflæði Verulega hefur dregið úr hraunflæði við gosstöðvarnar í Meradölum. Samkvæmt niðurstöðum flugmælinga hefur flæðið farið úr 11 rúmmetrum á sekúndu yfir í 3 til 4 rúmmetra á sekúndu. 16.8.2022 11:11
Slagsmál brutust út eftir að úrslitin voru tilkynnt Slagsmál brutust út meðal diplómata og annarra starfsmanna keníska ríkisins eftir að tilkynnt var um úrslit forsetakosninganna þar í landi í gær. Fjórir meðlimir kjörnefndarinnar una ekki úrslitunum. 16.8.2022 10:56
Ákærður fyrir að stela 34 símum og greiðslukorti fjórtán ára stúlku Rétt rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir að stela samtals 34 farsímum og öðru góssi, þar á meðal greiðslukorti 14 ára stúlku. Flest brotin voru framin í íþróttaklefum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. 16.8.2022 10:16
Lokað inn á gossvæðið á morgun Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu. 16.8.2022 09:57
Skoskar konur eiga nú rétt á ókeypis tíðarvörum Tíðarvörur verða nú gerðar aðgengilegar öllum konum í Skotlandi, ókeypis. Mun það vera hlutverk bæjaryfirvalda og skólayfirvalda að sjá til þess að vörurnar séu alltaf til. 15.8.2022 16:54
Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15.8.2022 16:24
Hugsmiðjan ræður til sín átta nýja starfsmenn Hönnunar- og hugbúnaðarhúsið Hugsmiðjan hefur ráðið til sín átta nýja starfsmenn. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera fagfólk í sínu fagi. 15.8.2022 16:02
William Ruto sigraði forsetakosningarnar í Kenía William Ruto, varaforseti Kenía, sigraði forsetakosningarnar í Kenía sem fram fóru í dag. Kosningarnar hafa verið afar umdeildar í heimalandinu og andstæðingur Ruto hefur sakað hann um kosningasvindl. 15.8.2022 15:52