Hæstiréttur Kenía staðfestir úrslit kosninganna Hæstiréttur Kenía hefur staðfest úrslit forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi um miðjan ágúst. Einn frambjóðandi hafði kært kosningarnar og sakað mótframbjóðanda sinn um kosningasvindl. 5.9.2022 15:10
Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. 5.9.2022 14:21
Ellen nýr framkvæmdastjóri Barnaheilla Ellen Calmon, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Ílandi. Ellen tekur við af Ernu Reynisdóttur sem hefur stýrt samtökunum síðustu tíu ár. 5.9.2022 13:29
Á annan tug slösuð eftir að fallturn bilaði Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 5.9.2022 13:20
Alvarlega slösuð eftir hákarlaárás á Hawaii Rúmlega fimmtug frönsk kona er alvarlega slösuð orðið fyrir árás hákarls við strendur eyjunnar Maui á Hawaii á laugardaginn. Ströndinni var lokað í kjölfar árásarinnar. 5.9.2022 12:56
Dagur fordæmir árás á sósíalista en Brynjar talar um hræsni Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það vera óhugnanlegt að heyra af skemmdarverkum sem gerð voru á húsnæði Sósíalistaflokksins á laugardaginn. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sakar Gunnar Smára um hræsni. 5.9.2022 11:37
Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. 5.9.2022 10:23
Níu saknað eftir að flugvél hrapaði í Washington Einn er látinn og níu er saknað eftir að flugvél hrapaði í Puget-sund í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Leit að fólkinu stendur enn yfir en ekki er vitað hvers vegna flugvélin hrapaði. 5.9.2022 09:46
Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5.9.2022 09:15
Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1.9.2022 23:22