Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1.9.2022 22:39
Læknar harma áhugaleysi stjórnvalda Læknafélag Reykjavíkur harmar áhugaleysi stjórnvalda á sjúkratryggðum íbúum landsins. Síðasti samningur ríkisins og sjálfstætt starfandi lækna var gerður árið 2013 og rann út í lok árs 2018. 1.9.2022 22:17
Birgitta miður sín og biðst afsökunar Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. 1.9.2022 20:35
Bandarísk nunna á níræðisaldri laus úr haldi hryðjuverkamanna Bandaríska nunnan Suellen Tennyson var á mánudaginn leyst úr haldi hryðjuverkamanna í Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Tennyson hafði verið í haldi mannanna í fimm mánuði en hún er 83 ára gömul. 1.9.2022 19:16
Mountain Dew í dósum snýr aftur Mountain Dew í dósum er komið aftur í búðir eftir fimm ára fjarveru. Fyrstu dósirnar lentu í verslunum í vikunni og það er aldrei að vita hvort fleiri nýjungar séu væntanlegar á næstu mánuðum. 1.9.2022 18:21
Segir orð Birgittu vera kjaftshögg Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi. 1.9.2022 17:39
Skutu óvopnaðan mann til bana er hann stóð upp úr rúmi sínu Lögreglan í Columbus í Ohio hefur birt myndband af því þegar svartur maður var skotinn til bana á heimili sínu af lögreglu. Maðurinn var líklegast sofandi þegar lögreglu bar að og hélt á rafrettu þegar þeir nálguðust hann. 31.8.2022 23:52
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31.8.2022 22:57
Lífslíkur Bandaríkjamanna ekki verið lægri í 25 ár Meðalævilengd Bandaríkjamanna mælist nú 76,1 ár og hefur ekki verið lægri síðan árið 1996. Covid-19 faraldurinn er talinn stór áhrifavaldur í þessari lækkun. 31.8.2022 21:41
Camilo Guevara er látinn Camilo Guevara, sonur byltingarleiðtogans Che Guevara, er látinn, sextíu ára að aldri. Camilo lést eftir að hafa fengið hjartaáfall vegna blóðtappa í lungum. 31.8.2022 20:41