Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rapparinn PnB Rock skotinn til bana

Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann.

Hand­tekinn eftir píla­gríms­ferð til heiðurs drottningu

Jemenskur karlmaður var í gær handtekinn í heilögu borginni Mecca í Sádí-Arabíu er hann heimsótti Stóru moskuna. Maðurinn var þar að biðja til Allah og óska eftir því að hann myndi taka Elísabetu II Bretlandsdrottningu til himnaríkis.

Tveggja ára fangelsi fyrir að hæðast að drottningunni

Taílenskur aðgerðasinni var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að mótmæla á götum Bangkok, klæddur sem drottningin. Dómurinn mat það sem svo að aðgerðasinninn hafi verið að hæðast að drottningunni með því að klæðast sem hún.

Rússar að­stoða Armena eftir átök í nótt

Átök urðu milli Asera og Armena við landamæri landanna í nótt. Einhverjir hermenn Armena liggja í valnum eftir nóttina en Armenar segja Asera vera við það að ráðast inn í landið. Varnarmálaráðherrar Armena og Rússa ræddu saman í dag og samþykktu að minnka átökin og stefna að bættu ástandi.

Kanna­bis­fnykur kom upp um ræktanda

Lögreglan fann í gær kannabisræktun í Hafnarfirði eftir að hafa fundið kannabislykt úr íbúðinni sem ræktað var í. Einnig fundust tilbúin efni þar og ræddi lögregla við einn mann sem grunaður er í málinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Kerecis

Dr. Dan Mooradian hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarmála hjá Kerecis. Klara Sveinsdóttir sem var áður framkvæmdastjóri rannsóknar-, þróunar-, gæða- og skráningarmála mun nú einbeita sér einungis að gæða- og skráningarmálum.

Sjá meira