Teitur Björn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Teitur starfaði áður sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. 16.9.2022 11:14
Róbert ráðinn fjármála- og rekstrarstjóri KAPP Róbert Gíslason hefur verið ráðinn rekstrar- og fjármálastjóri þjónustufyrirtækisins KAPP ehf. og mun sjá um daglegan rekstur félagsins. Róbert kemur til KAPP frá Greiðslumiðlun Íslands. 16.9.2022 11:01
Hættustig á landamærum vegna yfirálags Embætti ríkislögreglustjóra hefur hækkað viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags til þess að tryggja örugga móttöku á fólki sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi. 16.9.2022 10:53
Árásarmaðurinn ekki ungmenni Maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið átján ára pilt í undirgöngum við Sprengisand í Reykjavík í gær er fullorðinn einstaklingur. Hann var í gær handtekinn og úrskurðaður í síbrotagæslu. 16.9.2022 10:44
Átta látið lífið eftir úrhellisrigningu á Ítalíu Að minnsta kosti átta hafa látið lífið eftir úrhellisrigningu á Ítalíu í nótt. Fjögurra er enn saknað en rigningin í nótt samsvarar helming þess sem venjan er á svæðinu á einu ári. 16.9.2022 09:47
Bjarki nýr inn í lykilstjórnendahóp N1 Bjarki Már Flosason hefur verið ráðinn forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá N1 og verður þar með hluti af forstöðumannahóp félagsins. Bjarki sinnti áður starfi þróunarstjóra stafrænna lausna hjá N1. 16.9.2022 08:56
Stofna minningarsjóð Gunnars Karls Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar sem lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein hefur sett upp minningarsjóð til minningar um Gunnar Karl til að styrkja einstaklinga með fatlanir. Gunnar Karl var mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks. 15.9.2022 16:07
Upplýsingum af lokuðum fundi lekið í opinn hóp á Facebook Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs Kópavogs um heimildir nefndarmanna til þess að fara með upplýsingar sem fram koma á lokuðum fundum nefnda og ráða. Hún segir orð hennar hafa orðið að umfjöllunarefni á Facebook og að þau hafi verið algjörlega slitin úr samhengi. 15.9.2022 14:56
Vilja afnema bann við klámi Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út. 15.9.2022 14:05
Vilja tafarlaust grípa til aðgerða: Ungum dreng ítrekað sagt að drepa sig vegna kynhneigðar Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð hefur miklar áhyggjur af stöðu hinsegin barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi en umræddur hópur verður oft fyrir aðkasti innan og utan veggja skólans. 15.9.2022 11:20