Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 06:58 Kanye virðist ætla að halda áfram að vera eins umdeildur og hann getur. EPA/Ringo Chiu Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. Kanye hefur glímt við andleg veikindi síðustu ár og virðist alltaf ganga lengra og lengra með uppátækjum sínum. Nýlega birti hann myndir af sér í bol sem stóð á White Lifes Matter og hefur hann verið bannaður á samfélagsmiðlum Meta, til dæmis Instagram og Facebook. Í hlaðvarpsþættinum Drink Champs á dögunum sagðist Kanye efast um að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafi valdið dauða Floyd. Chauvin var í fyrrasumar dæmdur í rúmlega 22 ára fangelsi fyrir að krjúpa á hálsi Floyd með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Alls var hné hans á hálsi floyd í níu og hálfa mínútu. Í þættinum sagðist Kanye hafa horft á nýútgefna heimildarmynd Candace Owens sem heitir The Greatest Lie Ever Sold: George Floyd and the Rise of BLM. Þar er rætt meðal annars við herbergisfélaga Floyd sem segja hann hafa verið undir áhrifum fentanyl þegar hann lést. Kanye West says George Floyd passed away because of fentanyl and that the cop s knee wasn t even on his neck like that pic.twitter.com/sVKy3VK35O— Kurrco (@Kurrco) October 16, 2022 „Ef þú horfir aftur, þá sérðu að hné mannsins var ekki einu sinni svo mikið á hálsinum,“ sagði Kanye og gaf í skyn að Floyd hafi látið lífið vegna eiturlyfjanna sem hann var á. Samkvæmt lögmanni Floyd-fjölskyldunnar er verið að skoða að fara í mál við Kanye vegna ummælanna. „Ég hef sett saman teymi til að rannsaka fullyrðingar hans og til að rannsaka uppruna þessara fullyrðinga,“ hefur CNN eftir lögmanni fjölskyldunnar. Dauði George Floyd Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Tengdar fréttir Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50 Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06 Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Kanye hefur glímt við andleg veikindi síðustu ár og virðist alltaf ganga lengra og lengra með uppátækjum sínum. Nýlega birti hann myndir af sér í bol sem stóð á White Lifes Matter og hefur hann verið bannaður á samfélagsmiðlum Meta, til dæmis Instagram og Facebook. Í hlaðvarpsþættinum Drink Champs á dögunum sagðist Kanye efast um að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafi valdið dauða Floyd. Chauvin var í fyrrasumar dæmdur í rúmlega 22 ára fangelsi fyrir að krjúpa á hálsi Floyd með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Alls var hné hans á hálsi floyd í níu og hálfa mínútu. Í þættinum sagðist Kanye hafa horft á nýútgefna heimildarmynd Candace Owens sem heitir The Greatest Lie Ever Sold: George Floyd and the Rise of BLM. Þar er rætt meðal annars við herbergisfélaga Floyd sem segja hann hafa verið undir áhrifum fentanyl þegar hann lést. Kanye West says George Floyd passed away because of fentanyl and that the cop s knee wasn t even on his neck like that pic.twitter.com/sVKy3VK35O— Kurrco (@Kurrco) October 16, 2022 „Ef þú horfir aftur, þá sérðu að hné mannsins var ekki einu sinni svo mikið á hálsinum,“ sagði Kanye og gaf í skyn að Floyd hafi látið lífið vegna eiturlyfjanna sem hann var á. Samkvæmt lögmanni Floyd-fjölskyldunnar er verið að skoða að fara í mál við Kanye vegna ummælanna. „Ég hef sett saman teymi til að rannsaka fullyrðingar hans og til að rannsaka uppruna þessara fullyrðinga,“ hefur CNN eftir lögmanni fjölskyldunnar.
Dauði George Floyd Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Tengdar fréttir Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50 Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06 Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50
Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06
Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05