Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ás­geir nýr fram­kvæmda­stjóri Procura

Ásgeir Þór Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Procura fasteignasölu. Ásgeir mun stýra daglegum rekstri fyrirtækisins ásamt því að sinna sölu fasteigna.

Karla­grobb Hjör­leifs einungis brandari

Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara.

And­lát Amini „ó­heppi­legt at­vik“

Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar.

Herinn í Mjanmar skaut sex skóla­börn til bana

Sex börn eru látin og sautján slösuð eftir að þyrla mjanmarska hersins skaut á skóla á Sagaing-svæðinu á föstudaginn. Herinn heldur því fram að uppreisnarmenn hafi notað skólann til að ráðast á hermenn.

Eldur kom upp í þaki Lava Show

Eldur kom upp í þaki húsnæðis Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Eldurinn sjálfur var ekki mikill en töluverður reykur kom frá honum og þurfti slökkviliðið að rífa svæðið í kringum strompinn.

Biður sam­landa sína um að snerta ekki út­lendinga

Wu Zunyou, yfirmaður hjá Sóttvarnarstofnun Kína, hefur varað Kínverja við því að snerta útlendinga í landinu. Í gær greindist apabóla í fyrsta sinn í Kína þrátt fyrir miklar ráðstafanir á landamærunum.

„Amma, maturinn stingur“

Kona sem lenti í því að þriggja ára barnabarn hennar fann teiknibólur í morgunkorninu sínu segir upplifunina hafa verið hræðilega. Verið er að skoða hvernig þetta gat gerst og en það er undir Matvælastofnun komið að innkalla vöruna. 

Fjórar milljónir þurft að yfir­gefa heimili sín

Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða.

Sjá meira