Heimkaup að meðaltali lengst frá lægsta verði Bjarki Sigurðsson skrifar 20. október 2022 10:54 Heimkaup voru að meðaltali lengst frá lægsta verði í verðkönnun ASÍ. Heimkaup var að meðaltali lengst frá lægsta verði í verðkönnun verðlagseftirltis ASÍ á matvöru. Bónus var oftast með lægsta verðið. Verðkönnun ASÍ var framkvæmd mánudaginn 17. otóber og niðurstöður hennar kynntar í dag. Í ljós kom að vörur Heimkaup eru að meðaltali 34 prósentum hærri í verði en lægsta verð. Þrátt fyrir það var verslunin ekki oftast með hæsta verðið heldur Iceland. Iceland var með hæsta verðið í 51 tilfelli og Heimkaup í 45 tilfellum. Bónus var með lægsta verðið í 86 tilfellum en krónan í tuttugu tilfellum. Samkvæmt könnun ASÍ má finna mikinn mun á hæsta og lægsta verði í öllum vöruflokkum og oft á algengum og mikið keyptum vörum. Nefnt er dæmi um 34 prósenta mun á verði brauðosts hjá Bónus og Iceland og fjörutíu prósenta mun á verði á Lífskorn brauði í sömu verslunum. Mikill munur er oft á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum. 110 prósent munur var á verði banana í könnuninni, 35 prósenta munur á íslenskum gullauga kartöflum og 303 prósent munur á rauðlauk. ASÍ gerir athugasemd við verðmerkingu hjá sumum verslunum. Í niðurstöðum könnunarinnar segir að víða séu vörur ekki verðmerktar og að skortur á verðmerkingum slævi verðvitund neytenda. Hér fyrir neaðn má lesa nánar um könnun ASÍ. Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði. Í könnuninni var hilluverð á 133 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Selfossi, Krónunni Grafarholti, Fjarðarkaupum, Iceland Seljabraut, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Hellu og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Verslun Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Verðkönnun ASÍ var framkvæmd mánudaginn 17. otóber og niðurstöður hennar kynntar í dag. Í ljós kom að vörur Heimkaup eru að meðaltali 34 prósentum hærri í verði en lægsta verð. Þrátt fyrir það var verslunin ekki oftast með hæsta verðið heldur Iceland. Iceland var með hæsta verðið í 51 tilfelli og Heimkaup í 45 tilfellum. Bónus var með lægsta verðið í 86 tilfellum en krónan í tuttugu tilfellum. Samkvæmt könnun ASÍ má finna mikinn mun á hæsta og lægsta verði í öllum vöruflokkum og oft á algengum og mikið keyptum vörum. Nefnt er dæmi um 34 prósenta mun á verði brauðosts hjá Bónus og Iceland og fjörutíu prósenta mun á verði á Lífskorn brauði í sömu verslunum. Mikill munur er oft á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum. 110 prósent munur var á verði banana í könnuninni, 35 prósenta munur á íslenskum gullauga kartöflum og 303 prósent munur á rauðlauk. ASÍ gerir athugasemd við verðmerkingu hjá sumum verslunum. Í niðurstöðum könnunarinnar segir að víða séu vörur ekki verðmerktar og að skortur á verðmerkingum slævi verðvitund neytenda. Hér fyrir neaðn má lesa nánar um könnun ASÍ. Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði. Í könnuninni var hilluverð á 133 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Selfossi, Krónunni Grafarholti, Fjarðarkaupum, Iceland Seljabraut, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Hellu og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði. Í könnuninni var hilluverð á 133 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Selfossi, Krónunni Grafarholti, Fjarðarkaupum, Iceland Seljabraut, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Hellu og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Verslun Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira