Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Líkfundur við Skeifuna

Lokað var fyrir vegfarendur um nokkrar götur í Skeifunni fyrr í kvöld vegna líkfundar. Talsverður fjöldi lögreglumanna var á svæðinu. 

Kallaði nýja for­sætis­ráð­herrann Rashee Sanook

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var ekki með nafn Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, á hreinu þegar hann óskaði honum til hamingju með nýja starfið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem seinheppni forsetans þegar kemur að orðavali vekur athygli.

Ashton Carter er látinn

Ashton Carter, einn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, er látinn, 68 ára að aldri. Carter skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Segja Littlefeather hafa logið til um ættir sínar

Systur aðgerðarsinnans Sacheen Littlefeather segja hana hafa logið til um að vera af ættum innfæddra í Bandaríkjunum. Faðir hennar eigi ekki rætur að rekja til Apache- og Yaqui-þjóðflokkanna, heldur sé hann frá Mexíkó.

Fjörutíu börn komast ekki í skóla

Ríflega fjörutíu börn flóttafólks komast ekki í grunnskóla vegna þess að ríki og nokkur sveitarfélög hafa enn ekki samið. Forstjóri Vinnumálastofnunar sem vistar um þúsund manns í skammtímavistun segir brýnt að leysa málið.

Ármann og Magnús ganga til liðs við Rexby

Íslenska sprotafyrirtækið Rexby hefur ráðið Ármann Kristjánsson og Magnús Skúlason til sín. Ármann mun bera ábyrgð á notendaupplifun fyrirtækisins en Magnús við forritun. 

„Ó­líðandi og á­mælis­vert“ að vera snið­gengin

Fulltrúar lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar telja sig hafa verið sniðgengna í umræðu um umsókn bæjarins um að vera útnefnd ein af menningarborgum Evrópu árið 2028. Menningar- og viðskiptaráðuneytið lét engan vita af möguleikanum í tæpa átta mánuði. 

Falskar spár um heims­endi voru kornið sem fyllti mælinn

Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva á þrítugsaldri. Hann segir kornið sem fyllti mælinn hafa verið fölsk spá um heimsendi. Hann segir söfnuðinn byggja einhverjar skoðanir sínar á hlutum sem eru alls ekkert í Biblíunni líkt og haldið er fram.

Leslie Jordan er látinn

Bandaríski leikarinn Leslie Jordan er látinn, 67 ára að aldri. Jordan lést í dag eftir bílslys í Hollywood. Hann var sjálfur að aka þegar banaslysið átti sér stað en talið er að hann hafi misst meðvitund við aksturinn og ekið á byggingu.

Sjá meira