Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26.10.2022 23:25
Umdeild Love Island-stjarna á landinu Jacques O'Neill er staddur á landinu. Jacques varð heimsfrægur í sumar þegar hann tók þátt í bresku raunveruleikaþáttunum Love Island. 26.10.2022 22:07
Fóru á trúnó og hittust svo á AA-fundi fimm árum síðar Aron Mímir Gylfason, betur þekktur sem RonniGonni, og Bjarki Viðarsson, betur þekktur sem Jeppakall Doperman Rakki, hafa slegið í gegn á Twitter síðustu vikur. Þeir eru oft sagðir vera meðlimir „undirheima-Twitter“ en eru í dag báðir edrú og urðu meira að segja vinir í meðferð. 26.10.2022 21:31
Pýtonslanga gleypti konu í Indónesíu Pýtonslanga gleypti konu á sextugsaldri á eyjunni Súmötru í Indónesíu á sunnudagskvöld. Atvikið átti sér stað á plantekru þar sem konan starfaði. 26.10.2022 20:44
Sykur í sykurlausum Opal Mistök við pökkun hjá Nóa Síríus olli því að sykraðir opalmolar enduðu í pakka ætluðum sykurlausum opal. 26.10.2022 20:10
Sagðist vera klæddur sprengjuvesti við Keflavíkurflugvöll Aðgerðaáætlun lögreglu og Keflavíkurflugvallar var virkjuð síðdegis í dag vegna sprengjuhótunar sem birtist á Twitter. Hótunin reyndist tilhæfulaus. 26.10.2022 18:06
Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. 26.10.2022 17:42
Happdrætti fyrir þá sem lenda í miðjusætinu Farþegar ástralska flugfélagsins Virgin Australia sem lenda í því að þurfa að sitja í miðjusætinu í flugferðum félagsins verða skráðir í happdrætti. Þyrlu-pöbbarölt og fríar flugferðir eru meðal vinninga. 25.10.2022 22:41
Lést nokkrum mánuðum eftir fyrsta baðið í sextíu ár Amou Haji, oftast þekktur sem skítugasti maður heims, er látinn, 94 ára að aldri. Skömmu fyrir andlátið hafði Haji þvegið sér í fyrsta sinn í yfir sextíu ár. Hann lést í heimaþorpi sínu Dejgah í vesturhluta Íran. 25.10.2022 21:33
Íris Tanja og Elín Ey trúlofaðar Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og dans- og leikkonan Íris Tanja Flygering hafa trúlofað sig. Íris fór nýlega á skeljarnar og sagði Elín já. 25.10.2022 20:20