Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Móðir við­­mælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak

Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. 

Berg­ljót Arnalds heim­sótt af Owen Hunt

Stórleikarinn Kevin McKidd var staddur hér á landi nýlega. Hann heimsótti fyrrverandi bekkjarsystur sína, söngkonuna Bergljótu Arnalds, en saman lærðu þau leiklist í Edinborg í Skotlandi. 

Forstjóri Regins segir upp

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, hefur óskað eftir því að láta af störfum á næstu mánuðum. Hann hefur gegnt stöðu forstjóra síðan árið 2009.

Sól­veig segist komin til að halda við­ræðum á­fram

Ríkissáttasemjari segir að það muni liggja fyrir seinna í kvöld hvort alvöru viðræður muni hefjast milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eða hvort viðræðum verður slitið. Formaður Samtaka atvinnulífsins segist þurfa „andrými“ til að halda viðræðunum áfram. Við fylgjumst með gangi mála í vakt hér neðst í fréttinni.

Play tapaði 6,5 milljörðum króna

Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 

Með birgðir fram yfir helgi

Nóg af birgðum eru í Bónus fram yfir helgi. Örfáir eru byrjaðir að hamstra og labba út með fleiri vörur en venjulega. Markaðsstjórinn segist ekki of stressaður. 

Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða

Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu.

Sturgeon segir af sér

Nicola Sturgeon hyggst segja af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands. Hún hefur gegnt embættinu síðan árið 2014 en enginn hefur verið ráðherra landsins svo lengi. 

Pharrell nýr yfir­hönnuður Louis Vuitt­on

Hönnuðurinn, tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Pharrell Williams er nýr yfirhönnuður karlalínu Louis Vuitton. Hann tekur við af Virgil Abloh sem lést í nóvember árið 2021.

Sjá meira