Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 10:26 Rúmlega 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. Greint var frá því á vef Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í mánuðinum að hefja eigi gjaldtöku við Jökulsárlón þann fyrsta júní næstkomandi. Rukkað hefur verið inn á þjónustusvæðið við Skaftafell síðan árið 2017 og töldu þjóðgarðsverðir að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja gjaldtöku við lónið. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir gjaldtökuna í raun vera löngu tímabæra. „Þetta svæði er gríðarlega umfangsmikið. Stórt svæði og með því að hefja þessa gjaldtöku getum við aukið viðveru landvarða á svæðinu og aukið landvörslu á svæðinu öllu. Ég myndi segja að þetta væri tímabært,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Þessir selir munu ekki þurfa að greiða fyrir heimsóknir sínar frekar en áður þar sem rukkað verður fyrir að leggja í bílastæði, ekki fyrir að leggja sig á ísbreiðu.Vísir/Vilhelm Upphæðin sem þarf að greiða fer eftir stærð ökutækja en venjulegur fólksbíll mun þurfa að greiða þúsund krónur fyrir aðgang. Notast verður við myndavélar við innkeyrsluna á svæðið sem les bílnúmer ökutækja. þeir sem heimsækja bæði Jökulsárlón og Skaftafell sama sólarhringinn fá fimmtíu prósenta afslátt á seinni staðnum. Steinunn óttast ekki að fólk verði óánægt með gjaldtökuna og þykir henni að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um að fólk þurfi að greiða fyrir þá þjónustu sem það fær. „Það ríkir sátt um þetta í Skaftafelli og þegar fólk leggur til dæmis í miðbæ Reykjavíkur þá borgar það með glöðu geði fyrir bílastæði. Þannig það ætti ekki að vera neitt öðruvísi á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum að greiða fyrir þá þjónustu sem er í boði. Sem eru bílastæðin, salerni, landvarsla, fræðsla og fleira,“ segir Steinunn. Jökulsárlón er fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrra komu um 840 þúsund gestir að Jökulsárlóni og nálgast gestafjöldinn þær tölur sem við sáum fyrir faraldur kórónuveirunnar. Árið 2018 heimsótti 960 þúsund gestir lónið sem er það mesta síðan mælingar hófust. Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Greint var frá því á vef Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í mánuðinum að hefja eigi gjaldtöku við Jökulsárlón þann fyrsta júní næstkomandi. Rukkað hefur verið inn á þjónustusvæðið við Skaftafell síðan árið 2017 og töldu þjóðgarðsverðir að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja gjaldtöku við lónið. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir gjaldtökuna í raun vera löngu tímabæra. „Þetta svæði er gríðarlega umfangsmikið. Stórt svæði og með því að hefja þessa gjaldtöku getum við aukið viðveru landvarða á svæðinu og aukið landvörslu á svæðinu öllu. Ég myndi segja að þetta væri tímabært,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Þessir selir munu ekki þurfa að greiða fyrir heimsóknir sínar frekar en áður þar sem rukkað verður fyrir að leggja í bílastæði, ekki fyrir að leggja sig á ísbreiðu.Vísir/Vilhelm Upphæðin sem þarf að greiða fer eftir stærð ökutækja en venjulegur fólksbíll mun þurfa að greiða þúsund krónur fyrir aðgang. Notast verður við myndavélar við innkeyrsluna á svæðið sem les bílnúmer ökutækja. þeir sem heimsækja bæði Jökulsárlón og Skaftafell sama sólarhringinn fá fimmtíu prósenta afslátt á seinni staðnum. Steinunn óttast ekki að fólk verði óánægt með gjaldtökuna og þykir henni að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um að fólk þurfi að greiða fyrir þá þjónustu sem það fær. „Það ríkir sátt um þetta í Skaftafelli og þegar fólk leggur til dæmis í miðbæ Reykjavíkur þá borgar það með glöðu geði fyrir bílastæði. Þannig það ætti ekki að vera neitt öðruvísi á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum að greiða fyrir þá þjónustu sem er í boði. Sem eru bílastæðin, salerni, landvarsla, fræðsla og fleira,“ segir Steinunn. Jökulsárlón er fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrra komu um 840 þúsund gestir að Jökulsárlóni og nálgast gestafjöldinn þær tölur sem við sáum fyrir faraldur kórónuveirunnar. Árið 2018 heimsótti 960 þúsund gestir lónið sem er það mesta síðan mælingar hófust.
Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira