Slysið varð á föstudaginn á sveitabýli mannsins. Lögreglan á Suðurlandi greindi frá slysinu en í tilkynningu frá þeim segir að ekki sé unnt að greina frekar frá tildrögum þess.
Haldin var bænastund í Kálfholtskirkju í Ásahreppi í gær klukkan fjögur og segir í tilkynningu á vef bæjarfélagsins að djúp sorg hvíli yfir samfélaginu þar.