Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þung­bært skref að boða verk­bann

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar.

Kveikti í tveimur rusla­gámum í Kópa­vogi

Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. 

Bana­slys í Kjós vegna hálku­á­stands sem erfitt var að sjá fyrir

Banaslys sem varð rétt sunnan við brú yfir Laxá í Kjós í nóvember árið 2021 má rekja til hálkuástands sem var erfitt að sjá fyrir. Þá greindust fíkniefni í blóði ökumanns og voru hvorki hann né farþegi bílsins spenntir í öryggisbelti. Dekkjabúnaður bifreiðarinnar, sem var óskoðuð, reyndist ekki í lagi. 

Boða verk­bann á fé­lags­fólk Eflingar

Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 

Tíu bestu lögin sem fengu ekki að keppa í Eurovision

Íslendingar hafa í gegnum árin verið ansi lélegir í að velja hvaða lag á að keppa fyrir okkar hönd í Eurovision. Atriði sem Evrópa hefur ekki viljað líta við fara út fyrir hönd Íslands á meðan stórkostleg atriði sitja eftir í súpunni. 

Fréttapar eignaðist sitt fyrsta barn

Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, fréttamaður á RÚV, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn. 

Bruce Willis með fram­heila­bilun

Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 

Verkfallsaðgerðum frestað

Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi.

Sjá meira