Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skjálfti af stærð 4,8 í Bárðar­bungu

Jarðskjálfti af stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu klukkan 8:41 í morgun. Nokkrir eftirskjálfatar hafa mælst síðan þá. Undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af svipaðri stærðargráðu á svæðinu. 

Notaði debet­kort hús­fé­lagsins í eigin þágu

Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. 

Jónas Yngvi til Uniconta

Jónas Yngvi Ásgrímsson hefur verið ráðinn til Uniconta Ísland. Jónas kemur til Uniconta frá DK hugbúnaði þar sem hann hefur starfað síðastliðin fjórtán ár. Hann kemur til með að leiða ráðgjöf, þjónustu og sölu til fagaðila og viðskiptavina félagsins. 

Fundu flug­vélar­flak á eld­fjalli

Yfirvöld á Filippseyjum hafa sent björgunarhópa upp á óvirka eldfjallið Mayon í leit að fjórum mönnum sem taldir eru hafa brotlent á fjallinu. Í gær náðu björgunaraðilar að staðsetja flugvélarflak mannanna ofan á fjallinu. 

Frá­farandi bæjar­stjóri sakaður um að greiða ekki fast­eigna­gjöld

Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. 

Tekinn á 172 kíló­metra hraða

Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í nótt þar sem hann ók á 172 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. 

Sjá meira