Spjallþáttur Rachael Ray kveður skjáinn Sú þáttaröð af spjallþáttunum Rachael Ray sem er í framleiðslu núna verður sú síðasta. Gerðar hafa verið sautján þáttaraðir og hefur þátturinn unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. 4.3.2023 10:12
Ekki auðveld ákvörðun framundan hjá fjölmörgum Deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka segir það mikilvægt að fólk fresti ekki vanda sínum þegar kemur að hærri greiðslubyrði á lánum. Fastir vextir á fjölmörgum lánum munu losna á næstu mánuðum og margir gætu lent í ansi miklum vandræðum fari stýrivöxtum og verðbólgu ekki lækkandi. 4.3.2023 09:42
Tom Sizemore er látinn Leikarinn Tom Sizemore er látinn, 61 árs að aldri. Greint var frá því fyrr í vikunni að hann myndi ekki vakna úr dái eftir að hafa fengið stórt heilablóðfall. 4.3.2023 07:28
Brotist inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í nótt Brotist var inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum í Reykjavík í nótt. Innbrotsþjófurinn náði að forða sér á hlaupum áður en lögregla kom á staðinn. 4.3.2023 07:13
Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 3.3.2023 14:37
Könnun: Hver sigrar í Söngvakeppni sjónvarpsins? Úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins fer fram annað kvöld í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi í Reykjavík. Fimm atriði taka þátt og virðast þau öll eiga mikinn séns á að vinna keppnina. Siguratriðið keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí. 3.3.2023 13:26
Raunveruleikastjörnur slíta trúlofuninni Raunveruleikastjórnurnar Joey Sasso og Kariselle Snow hafa slitið trúlofun sinni. Þau trúlofuðu sig í lokaþætti Netflix-þáttaraðarinnar Perfect Match. 3.3.2023 11:03
Forsala á Þjóðhátíð hafin og fyrstu atriðin kynnt Forsala á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hófst klukkan níu í morgun. Þá var tilkynnt um þrjú atriði sem koma fram á hátíðinni. 3.3.2023 10:13
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3.3.2023 09:08
Fótbrotnaði á Fagradalsfjalli Kona sem var á göngu á Fagradalsfjalli í gær fótbrotnaði. Björgunarsveitin Þorbjörn sá til þess að konan og dóttir hennar kæmust niður fjallið. 3.3.2023 08:42