Ekki beint kostnaðaraukning heldur ný framkvæmd Framkvæmdastjóri Betri samgangna útskýrði í dag í Sprengisandi fimmtán milljarða hækkun á kostnaði við samgöngusáttmála. Þingmaður Miðflokksins segir að það þurfi að skera kostnaðinn niður, meðal annars með því að sleppa ákveðnum verkefnum. 5.3.2023 11:34
Sprengisandur: Samgöngur, fiskeldi og Íslandsbanki Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 5.3.2023 09:30
Andrew Tate blæs á krabbameinsorðróm Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. 5.3.2023 08:19
Sögulegu samkomulagi náð Eftir að hafa verið í viðræðum í tæplega tuttugu ár hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna loksins komist að samkomulagi um að vernda vistkerfi í úthöfum jarðarinnar. Samningar náðust í New York í nótt. 5.3.2023 07:42
Harður árekstur við Fjarðarhraun Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns í Hafnarfirði í gær. Fimm manns voru í tveimur bifreiðum sem skullu saman og voru þau öll flutt til slysadeildar til skoðunar en reyndust lítið slösuð. 5.3.2023 07:17
Lesendur Vísis telja Diljá líklegasta í kvöld Lesendur Vísis telja að Diljá Pétursdóttir muni sigra Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld og þar með keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí. Næstlíklegasta atriðið er frá Langa Sela & Skuggunum. 4.3.2023 14:42
Fannst á lífi þrjátíu árum síðar í öðru landi Kona sem hvarf frá heimili sínu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum síðar hefur fundist á lífi í Púertó Ríkó. Ekkert hafði heyrst frá henni allan þennan tíma, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi nokkrum árum eftir hvarfið. 4.3.2023 13:55
Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4.3.2023 12:18
Sóttu vélarvana bát suðvestan við Eldey Björgunarskip slysavarnafélagsins Landsbjargar sótti vélarvana bát suðvestan við Eldey í nótt vegna vélarvandræða. Skipið kom með bátinn til hafnar í Grindavík klukkan sjö í morgun. 4.3.2023 11:13
Þessi eru í dómnefnd Söngvakeppninnar í kvöld Tíu manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi gegn atkvæðum þjóðarinnar í fyrri umferð úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld. Nefndin er skipuð af fjórum Íslendingum og sex erlendum fagaðilum. 4.3.2023 10:51