Skömmuðu ráðherra fyrir að biðja konur á Alþingi að tala lægra Þingmenn þriggja flokka í stjórnarandstöðunni skömmuðu í dag fjármálaráðherra og innviðaráðherra fyrir að biðja tvo kvenkyns formenn stjórnmálaflokka um að tala ekki of hátt í ræðustól. 13.3.2023 21:44
Tæplega hundrað látnir eftir fellibyl í Malaví Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn. 13.3.2023 20:43
Anna nýr framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Marels í Norður-Ameríku. Hún er einnig framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu og mun gegna báðum störfum samhliða. 13.3.2023 19:58
Íslendingur kom að gerð Óskarsverðlaunamyndar Kvikmyndin Guillermo del Toro's Pinocchio vann til Óskarsverðlauna í nótt fyrir bestu teiknimynd. Gunnar Heiðar, Íslendingur búsettur í Oregon, kom að gerð myndarinnar. 13.3.2023 19:38
Klæddist hanska vegna fimmtán ára gamalla áverka Leikarinn Morgan Freeman klæddist þrýstihanska á sviðinu á Óskarsverðlaununum í nótt. Hanskann notar hann vegna bílslyss sem hann lenti í fyrir fimmtán árum síðan. 13.3.2023 18:32
Stríðsárasafnið verður ekki opnað í sumar Stríðsárasafnið á Reyðarfirði verður ekki opnað í sumar með þeim hætti sem hefur verið undanfarin ár vegna tjóns sem varð á húsakosti safnsins síðastliðið haust og uppgötvaðist í byrjun árs. Þó hafa engar skemmdir orðið á sýningarmunum safnsins. 13.3.2023 17:36
Fyrrverandi sambýlishvalur Keiko er dauður Háhyrningurinn Kiska, sem deildi tanki með Keiko þegar þeir dvöldu hér á landi, er dauður, 47 ára að aldri. Hann var oft þekktur sem „Mest einmana hvalur í heimi“ en Kiska bjó ein frá því árið 2011 til hennar dauðdaga. 10.3.2023 23:56
Réttarhöldum yfir meintum þjóðarmorðingja frestað Réttarhöldum yfir Félicien Kabuga við Stríðsglæpadómstólinn í Haag var í dag frestað þar sem lögmenn hans segja hann vera með elliglöp. Kabuga er sagður hafa hvatt til þjóðarmorða gegn Tútsis-þjóðflokknum í Rúanda. 10.3.2023 23:41
Fólksbíll og flutningabíll í árekstri við Hólmsá Bílslys varð á brúnni yfir Hólmsá í Reykjavík í kvöld. Fólksbíll og flutningabíll sem var að koma úr gagnstæðri átt skullu þá saman. 10.3.2023 22:44
Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10.3.2023 22:33