Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Minnti lögreglu áhyggjufullur á morð í Hafnarfirði en sagt að slaka á

Tæplega þrítugur karlmaður sem bjó á miðhæð í húsi við Barðavog í Reykjavík þar sem karlmanni var ráðinn bani í júní í fyrra lýsti því að tvítugur karlmaður, grunaður um morðið, hafi ráðist á sig af engu tilefni tæplega sólarhring fyrr. Hann segir lögreglu hafa talið hann vera að bregðast of hart við þeirri árás og ekki hlustað á áhyggjur hans. Hinn látni hafi verið áberandi góður maður sem hafi viljað öllum vel.

Magnús marg­saga um at­burða­rásina ör­laga­ríku í Barða­vogi

Magnús Aron Magnússon sem ákærður er fyrir morð í Barðavogi í fyrra neitaði fyrir við aðalmeðferð málsins fyrir dómi í dag að hafa sparkað ítrekað í höfuð Gylfa Bergmanns Heimissonar sem lést af áverkum sínum. Hann hafði þó lýst slíkum spörkum við lögreglumenn daginn örlagaríka en sú frásögn var tekin upp á búkmyndavél lögreglumanns. Magnús Aron hafði litlar skýringar á því hvers vegna litlir áverkar hefðu verið á honum eftir átökin.

Sakar nefndar­menn á Al­þingi um að þiggja gjafir frá hælis­leit­endum

Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 

Þrír fluttir á slysa­deild eftir að rúta valt á Ör­æfum

Rúta með tæplega þrjátíu farþegum valt í Öræfasveit í dag. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Hafnar í Hornafirði og verða þaðan fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Enginn þeirra slösuðu er með lífshættulega áverka.

Glóð frá opnum eldi or­sök stór­bruna á Tálkna­firði

Bruninn sem varð í nýbyggingu fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish í botni Tálknafjarðar varð líklegast vegna glóðar sem barst frá opnum eldi sem unnið var með í plastteninga sem ekki voru langt frá. Málið telst upplýst en enginn var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins. 

Lést í bíl­slysi sex dögum eftir að hafa stært sig af tjónleysi

Hin átján ára gamla Kara Santorelli lést fyrr í mánuðinum eftir að ekið var á bíl hennar í Flórída-fylki í Bandaríkjunum. Sex dögum fyrir slysið birti hún færslu á TikTok þar sem hún montaði sig af því að hafa aldrei keyrt á manneskju eða bíl. 

Helga Hlín og Magnús ný inn í stjórn Rue de Net

Hugbúnaðarfyrirtækið Rue de Net hefur fengið þau Helgu Hlín Hákonardóttur og Magnús Árnason til að taka sæti í þriggja manna stjórn félagsins við hlið Aðalsteins Valdimarssonar stjórnarformanns.

Sjá meira