Fit for 55: „Eins og að segja fólki að fara til útlanda með Norrænu“ Utanríkisráðherra segir það algjörlega kristaltært að ekkert verði af loftlagssköttum ESB um millilandaflug án þess að tillit verði tekið til séríslenskra aðstæðna. Um sé að ræða víðtækasta mál frá því að Ísland varð aðili að EES samningnum og forgangsröðun eftir því. Þingmaður Miðflokksins segir að verði innleiðingin samþykkt sé verið að rústa stöðu Íslands sem stoppistöðvar í tengiflugi. 28.3.2023 09:34
Erfitt að vinna Þjóðverja í þýskum leik Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í þriðja þætti annarrar þáttaraðar er Mazda CX60 tekinn fyrir. 28.3.2023 07:01
Flestir þekkja MS og svo Apple Landsmenn nefna oftast vörumerki MS þegar þeir eru beðnir um að nefna það vörumerki úr sínu daglega lífi sem þeim dettur fyrst í hug. Næst á eftir koma bandarísku merkin Apple og Nike. 27.3.2023 16:29
Leita að ökumanni sem ók á ungan strák á hlaupahjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að ökumanni bifreiðar sem ók á ungan pilt á rafmagnshlaupahjóli á gangbraut á Neshaga í Reykjavík síðastliðinn föstudagsmorgun. 27.3.2023 15:43
Humza Yousaf tekur við af Sturgeon Humza Yousaf mun taka við sem fyrsti ráðherra Skotlands af Nicola Sturgeon sem sagði af sér fyrir rúmum mánuði síðan. Atkvæðagreiðsla um skipun hans fer fram á þinginu á morgun. 27.3.2023 13:42
Glæsileg þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi opnuð Ný þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi var formlega opnuð á föstudaginn fyrir helgi. Miðstöðin er um sjö hundruð fermetrar að stærð og kostaði ríflega sex hundruð milljónir króna. 27.3.2023 11:45
Afmarka göngugötuhluta Laugavegs betur Gatnamót Laugavegs og Frakkastígs, þar sem fyrrnefnd gatan verður að göngugötu, verða betrumbætt á næstu dögum og afmörkun göngugötusvæðisins gerð skýrari. 27.3.2023 10:24
Gróðursetja milljón plöntur á fimm árum Með verkefninu Nýmörk sem nýlega var sett á laggirnar er stefnt að því að gróðursetja eina milljón plöntur á næstu fimm árum víðs vegar um landið. Gert er ráð fyrir því að plönturnar muni ná að þekja fjögur hundruð til fimm hundruð hektara af landi. 27.3.2023 10:10
Það sem skal gera við rýmingu Lögreglan á Austurlandi hefur birt tilmæli á Facebook-síðu sinni um hvað skal gera við rýmingu. Unnið er að því að rýma hús bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 27.3.2023 09:37
Kerfi sem bjóði þingmönnum upp á spillingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. 24.3.2023 16:56