Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Bandaríkin hafa burði til að innlima Grænland ætli þau sér það að mati fyrrverandi utanríkisráðherra. Prófessor í stjórnmálafræði tekur undir það og segir ólíklegt að Evrópa muni fórna NATO fyrir Grænland. 8.1.2026 18:10
Bíllinn þremur milljónum dýrari Hækkun vörugjalda, sem tók gildi um áramótin, er farin að láta á sér kræla í verði hjá bílaumboðum. Afnám vörugjalda á rafmagnsbíla hefur ekki mikil áhrif eftir lækkun rafbílastyrks og dæmi eru um að ódýrari rafbílar hækki í verði eftir breytinguna. 8.1.2026 13:37
Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Bandaríski herinn tók yfir stjórn olíuflutningaskips sem sigldi frá Venesúela og talið er að hafi verið á leið til Rússlands. Herinn hafði veitt því eftirför í tvær vikur og sigldi það inn í íslenska efnahagslögsögu í nótt. Skömmu fyrir hádegi var hermönnum flogið um borð í skipið og tóku þeir yfir stjórn þess. 7.1.2026 18:09
Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Á fjórtán árum hefur leiguverð hækkað nærri fimmfalt meira á Íslandi en meðaltal Evrópu. Á meðan launaþróun og húsnæðisverð í Evrópu haldast í hendur, rýkur verðið upp hér á landi. Formaður Leigjendasamtakanna segir skatt á leigusala eingöngu hafa áhrif á leigjendur. 7.1.2026 13:12
Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Innrás Bandaríkjanna í Venesúela þar sem einræðisherra landsins var handsamaður vekur ugg víða um heim. Dönsk stjórnvöld héldu neyðarfund í dag vegna málefna Grænlands, en Bandaríkjaforseti segir ríkið þurfa á þessari stærstu eyju heims að halda. 6.1.2026 18:02
Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Seinna á árinu munu íbúðareigendur aftur geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á íbúðarlán segir fjármálaráðherra. Sem stendur býðst íbúðareigendum ekki að nýta sér leiðina en unnið er að frumvarpi í ráðuneytinu. 6.1.2026 11:45
Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Fyrsta barn ársins á Norðurlandi fæddist klukkan 7.09 á nýársdagsmorgun. Barnið er Grímseyingur en Grímsey er nyrsta mannabyggð landsins. Nýbakaðir foreldrar segja enga fleiri íbúa eyjunnar eiga von á barni, svo um er að ræða nyrsta barn ársins. 4.1.2026 16:27
Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Þúsundir manna eru strandaglópar víða um Evrópu eftir víðtæka bilun í samskiptakerfi grískra flugyfirvalda. Búið er að loka lofthelgi Grikklands vegna bilunarinnar. 4.1.2026 15:31
Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ekki hægt að útiloka að borgarastyrjöld brjótist út í Venesúela í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna. Innrásin sjálf hafi ekki endilega komið á óvart, en hvernig var staðið að henni sé forvitnilegt. 4.1.2026 13:41
Útilokar ekki borgarastyrjöld Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela og vill ekki útiloka að það brjótist út borgarastyrjöld. 4.1.2026 11:46