Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýjar fram­kvæmdir beina fólki að um­deildum gatna­mótum

Vegna framkvæmda hafa Veitur lokað annari akrein Hálsabrautar við Hestháls. Þar með fækkar útgönguleiðum úr Árbænum næstu fjórar vikurnar, og fleiri þurfa að aka um gatnamót Höfðabakka þar sem umdeildar framkvæmdir fóru fram í sumar. 

Raun­virði í­búða lækkar á ný

Raunvirði íbúða er tekið að lækka á ný. Í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að helmingur nýrra íbúða hafi staðið óseldur í meira en tvö hundruð daga.

Tjáir sig um brott­vísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel

Í kvöldfréttum Sýnar ræðum við við fyrrverandi vararíkissaksóknara, sem segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Kourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar og fagnar því að Kourani verði vísað úr landi. Hann óttast að hann muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins þrátt fyrir endurkomubann.

Til­kynntur til lög­reglu

Ríkisendurskoðandi telur embættið fara eftir lögum þegar hann skrifar einn undir ársreikninga ríkisfyrirtækja, þó hann sé ekki löggiltur endurskoðandi. Endurskoðendaráð hefur vísað málinu til lögreglu. 

Vill dróna­varnir á Ís­landi

Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir atburði síðustu daga sýna að íslensk stjórnvöld þurfi að skoða að setja upp drónaloftvarnir. Rússar flugu drónum tvisvar inn fyrir lofthelgi NATO-ríkja í síðustu viku.

Farið yfir Vítis­englamálið og dróna­varnir á Ís­landi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Rætt verður við afbrotafræðing um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar.

Vítis­englar lausir úr haldi og týndir ferða­menn

Þrír sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Auðbrekku í Kópavogi í gær þar sem Hells Angels skipulögðu hitting hefur verið sleppt úr haldi. Lögregla gerði út mikinn mannskap til þess að fylgjast með viðburðinum í gærkvöldi. Rætt verður við lögreglu í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sjá meira