fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta er algjört met, algjört met"

Sjaldan hafa eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin í miðbæ Reykjavíkur og í ár. Formaður sambands íslenskra myndlistarmanna segir alla í spreng eftir að hafa verið einir á vinnustofum sínum í Covid.

Ferðast 114 ár aftur í tímann

Nákvæm götumynd af Aðalstræti, eins og hún leit út fyrir hundrað og fjórtán árum, var flutt á Landnámssýninguna í dag. Þar verður hægt að skyggnast inn í fortíðina og sjá hvernig fólk lifði og bjó í miðbæ Reykjavíkur á þessum tíma.

244 grá­sleppu­sjó­menn vilja setja tegundina í kvóta

Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu í morgun við frumvarp hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Ríflega helmingur leyfishafa grásleppuveiða skrifaði undir. Ráðherrann segir að þetta sýni þörfina á að breyta veiðistjórnun tegundarinnar.

54 milljónir í upp­sagnar­styrki, endur­ráða alla og fjár­festa í um 600 bílum

Bílaleigan Hertz ætlar að endurráða alla 66 starfsmenn fyrirtækisins sem var sagt upp í september. Fyrirtækið hefur fengið um 54 milljón króna ríkisstuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti en starfsfólk vann allan uppsagnarfrestinn. Forstjórinn segir bílasölu og langtímaleigu hafa gengið vel og býst við að fjárfest verði í um 600 bílum á næstunni.

Búast við nýju fjölmiðlafrumvarpi

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi milli stjórnarflokkanna um fjölmiðlafrumvarpið sem menntmálaráðherra lagði fram á síðasta ári og fjallar um opinberan fjárstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Nú sé búist við að nýtt frumvarp verði lagt fram.  

Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa.

Sjá meira