Svipuð kvika en mögulega þróaðri Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur, er komin með sýni úr glænýju hrauninu á Reykjanesi. Hún er ein fræðinga frá Háskóla Íslands sem freistuðu þess að finna sýni úr kvikunni í dag, hvort sem það var fljótandi eða ekki. 19.12.2023 16:52
Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19.12.2023 14:23
Nokkrum göngumönnum snúið við í morgun Hlynur Stefánsson björgunarsveitarmaður, sem staðið hefur vaktina við eldgosið á Reykjanesskaga, segir vinnu björgunarsveitar hafa gengið vel. Fólk hafi farið að fyrirmælum um að vera ekki á svæðinu. 19.12.2023 13:30
Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. 18.12.2023 20:00
Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. 18.12.2023 11:56
Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. 18.12.2023 10:55
Óvíst með fund um helgina og næsta verkfall yfirvofandi Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna. Hún verði í sambandi við samninganefndir um helgina en ekkert hafi verið ákveðið með framhaldið. Verði af næstu vinnustöðvunum flugumferðarstjóra mun það hafa áhrif á næstum hundrað flugferðir. 15.12.2023 19:04
Sáttasemjari frestar fundi um óákveðinn tíma Samninganefndir flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins mættu á boðaðan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. Ekkert varð úr sameiginlegum fundi og á öðrum tímanum í dag ákvað sáttasemjari að fresta fundinum. Nýr fundur í kjaradeilunni hefur ekki verið boðaður. 15.12.2023 14:47
Enn langt í milli Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu flugumferðastjóra er lokið. Samningsaðilar funda á ný á morgun klukkan tíu, en næsta vinnustöðvun er næstkomandi mánudag. 14.12.2023 18:41
„Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað“ Formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að börn séu helstu fórnarlömbin í sárri fátækt og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til ráðstafana svo fjölskyldur þeirra komist út úr henni. Umsjónaraðili Hjálparstarfs kirkjunnar tekur í sama streng og segir þann hóp sem leiti til sín fara stækkandi. Alþýðusamband Íslands vekur athygli á að staða einhleypra foreldra með fötlun sé sérstaklega alvarleg. 6.12.2023 20:07