Furðar sig á frestun frumvarps um lækkun veiðigjalda Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um veiðigjöld komi fram næsta haust. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir sæta furðu að Alþingi skyldi ekki samþykkja frumvarp um lækkun veiðigjalda fyrir sumarhlé. 10.6.2018 18:53
„Inngróna tánögl skal ekki lækna með því að taka fótinn af“ Formaður Læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. 10.6.2018 12:15
Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9.6.2018 19:15
Fleiri en áður sækja um nám í menntavísindum og leikskólakennarafræðum Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. 9.6.2018 12:47
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9.6.2018 12:37
Grunnskólakennarar samþykkja kjarasamning Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu í dag nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu með 74% atkvæða. Atkvæðagreiðslan hefur staðið yfir dagana 31. maí til dagsins í dag. 5.6.2018 15:28
Kona fer í stríð til styrktar náttúruverndarsamtökum Leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð segir að flestir náttúruverndarsinnar geti sett sig í spor aðalsöguhetjunnar. Gríðarleg eftirspurn sé eftir kvikmyndinni um allan heim. Í kvöld verður haldin sérstök styrktarsýning í Háskólabíó og rennur ágóði hennar til náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi. 30.5.2018 12:00
Íbúðalánasjóður gæti gjaldfellt lán leigufélaga verði þau uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. 29.5.2018 15:15
Viðreisn og Miðflokkurinn sigurvegarar að mati stjórnmálafræðings Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. 28.5.2018 19:15
Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana Félagsmálaráðherra hefur fengið ábendingar víðsvegar að á landinu um að leigufélög hafi hækkað leiguverð óeðlilega mikið við endurnýjun samninga. Hann hefur boðað forsvarsmenn leigufélaga á fundi með sér og ákveður eftir þá hvort þörf sé á að ríkistjórnin bregðist sérstaklega við. 24.5.2018 19:15