Formaður Öryrkjabandalagsins sakar stjórnvöld um ruddalega framkomu Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. 23.11.2018 13:13
Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22.11.2018 15:15
Segir Fossvogskirkju stefna í gröfina sökum fjárskorts Formaður Kirkjugarðasambands Íslands segir að það vanti um 500 milljónir uppá rekstur kirkjugarða hér á landi og þær 50 milljónir sem fjárlaganefnd leggur til að renni til kirkjugarðanna sé skammgóður vermir. 22.11.2018 14:56
Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18.11.2018 19:00
Tvær fjöldagrafir í Hólavallagarði vegna spænsku veikinnar Hundrað ár eru síðan spænska veikin náði hámarki sínu í Reykjavík en hátt í fimm hundruð manns létust vegna hennar. Af þeim eru næstum þrjúhundruð grafnir í Hólavallagarði. Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir líklegt að svo alvarleg flensa komi aftur upp og mikilvægt að hafa viðbragðsáætlun. 18.11.2018 18:46
Slökkvistarf hófst að nýju eftir hádegi Slökkvistarf skilaði ekki tilætluðum árangri í gær og var talið of erfitt fyrir slökkviliðsmenn að aðhafast í svartamyrkri. 18.11.2018 13:40
Íbúum á tjaldstæðinu í Laugardal boðinn leigusamningur Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. 17.11.2018 19:00
Dræm félagsleg þátttaka ungmenna af erlendum uppruna áhyggjuefni Málefni hópsins er rætt á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu. 17.11.2018 14:31
Geðheilbrigðismálum farið aftur um tuttugu ár Stjórnvöld fara ekki eftir aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum að sögn formanns Hugarafls. Brotið sé á stefnunni á margan hátt þrátt fyrir fögur fyrirheit. 17.11.2018 14:11
Notar dagblöð í stað plastpoka þegar hún hirðir upp eftir hundinn Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. 6.11.2018 19:00