Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21.9.2020 18:31
Von á stuðningsaðgerðum fyrir menningu og listir á næstu dögum Ríkistjórnin kynnir stuðningsaðgerðir fyrir menningu og listir á landinu á allra næstu dögum. Samstarf hefur verið við forsvarsfólk úr geiranum um aðgerðirnar. Samtök iðnaðarins og ferðaþjónustunnar kalla einnig eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda. 21.9.2020 12:36
Mikil eftirspurn eftir stuðningslánum Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuðningslánum hjá viðskiptabönkunum. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankanir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg. 15.9.2020 21:00
Enginn komið við sögu lögreglu fyrr en þeir voru gripnir með barnaklám Enginn þeirra fjögurra íslensku karla sem hafa verið til rannsóknar vegna vörslu barnaníðsefnis hafði komið við sögu lögreglu fyrr en málin komu upp. 15.9.2020 18:32
Fundu mörg hundruð þúsund myndir af grófu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum Íslenskir karlmenn sem lögregla hefur rannsakað síðustu mánuði höfðu mörg hundruð þúsund myndir og myndbrot af grófu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í fórum sínum. Tvö málanna eru komin til ákæruvaldsins og rannsókn er á lokastigi í tveimur þeirra. 15.9.2020 13:00
Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14.9.2020 19:30
Íslenskir karlmenn teknir með gríðarlegt magn barnaníðsefnis Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn barnaníðsefnis hjá íslenskum karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar síðustu mánuði. Tvö málanna hafa verið send til ákæruvaldsins og tvö eru á lokastigi rannsóknar. 14.9.2020 18:15
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13.9.2020 20:30
Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13.9.2020 18:30
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13.9.2020 13:35