Neitaði að borga fyrir leigubílinn og braut rúðu í lögreglubíl Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann eftir að hafa brotið rúðu í lögreglubíl. Lögregla var kölluð til og hafði afskipti af manninum þar sem hann hafði neitað að greiða fyrir leigubíl en reikningurinn hljóðaði upp á nokkra tugi þúsunda. 11.6.2025 06:09
Bjarki og Axel Valdemar nýir forstöðumenn hjá atNorth Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hefur ráðið Bjarka Björnsson sem forstöðumann fjármögnunar og fjárstýringar og Axel Valdemar Gunnlaugson í starf forstöðumanns upplýsingatækni. 10.6.2025 10:27
Sly Stone er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn Sly Stone, sem fór fyrir fönksveitinni Sly and the Family Stone, er látinn, 82 ára að aldri. 10.6.2025 08:33
Leitin ekki enn borið árangur Leit björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu að göngumanni í Esjunni hefur enn ekki borið árangur. Leitað var í alla nótt og verður leit fram haldið klukkan hálf níu. 10.6.2025 08:05
Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Hin norska Eva Fretheim hlýtur Glerlykilinn, verðlaun fyrir bestu norrænu glæpasöguna, í ár fyrir glæpasögu sína Fuglekongen, eða Glókollinn. 10.6.2025 08:00
Umsóknir í HA aldrei verið fleiri Umsóknir í Háskólann á Akureyri hafa aldrei í sögu skólans verið fleiri, en alls bárust um 2.340 umsóknir að þessu sinni. Um er að ræða 15 prósenta aukningu frá síðasta ári og rúmlega átta prósenta aukning frá árinu 2018, sem var fyrra metár umsókna við háskólann. 10.6.2025 07:23
Greta Thunberg á leið heim til Svíþjóðar Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg er á leiðinni heim til Svíþjóðar eftir að Ísraelsher stöðvaði skútuna Madleen og aðgerðasinnana um borð sem hugðust flytja hjálpargögn til Gasa. 10.6.2025 07:09
Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir austlæga eða breytilega átt í dag, átta þrjá til átta metra á sekúndu. Það verður bjart með köflum, en líkur á skúrum síðdegis, einkum inn til landsins. 10.6.2025 06:48
Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. 10.6.2025 06:37
Reyndi að stinga lögreglu af á stolnum bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem reyndi af stinga lögreglu af á stolnum bíl í hverfi 105 í Reykjavík og ók hann meðal annars yfir grasbala til að reyna að koma sér undan. 10.6.2025 06:03