Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hattarmenn senda Kanann heim

Bandaríkjamaðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir lið Hattar í Bónus deildinni í körfubolta og er á heimleið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hetti núna í morgun. 

Hareide fámall varðandi fram­tíð sína í starfi

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stjórn KSÍ hafa ekki rætt um framhaldið á samstarfi sínu. Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem hægt er að virkja í lok þessa mánaðar og sjálfur er Norðmaðurinn fámall aðspurður hvort hann vilji halda áfram með liðið.

Mourin­ho vill taka við New­cast­le United

José Mourinho vill taka við Newcastle United þegar að Eddie Howe yfirgefur félagið á einhverjum tímapunkti. Þessu heldur The Guardian fram í dag. Mourinho fylgist náið með þróun mála hjá liðinu.

Gísli Þor­geir ekki með gegn Georgíu

Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Georgíu ytra í undankeppni EM 2026 á sunnudaginn kemur. Gísli er að glíma við meiðsli.

Freyr segir um­mæli sín tekin úr sam­hengi

Freyr Alexanders­son, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að um­mæli sín um mark­vörðinn Mads Kik­ken­borg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyng­by, hafi verið tekin úr sam­hengi en sá síðar­nefndi skipti yfir til Ander­lecht í Belgíu í upp­hafi árs. Freyr segir sam­band sitt og Kik­ken­borg mjög gott.

Svona verður Ver­stappen heims­meistari í borg syndanna

Glæstur sigur þre­falda heims­meistarans Max Ver­stappen, ökuþórs Red Bull Ra­cing, í Brasilíu um síðastliðna helgi, sér til þess að hann getur gull­tryggt sinn fjórða heims­meistara­titil í næstu keppnis­helgi mótaraðarinnar sem fram fer í Las Vegas.

Mercedes þver­tekur fyrir orð­róm um Hamilton

Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Bretinn Lewis Hamilton, mun klára tímabilið með Mercedes. Þetta staðfestir liðið eftir að hávær orðrómur fór á kreik um að leiðir myndu skilja fyrir lok tímabilsins. 

Davíð Tómas dæmir lands­leik í Helsinki í dag

Það er ekki bara ís­lenska kvenna­lands­liðið sem á verk­efni í for­keppni EuroBa­sket í kvöld. Körfu­bolta­dómarinn Davíð Tómas Tómas­son mun dæma leik Finn­lands og Slóveníu sem fer fram í Helsinki.

Ragnar ráðinn til AGF

Ragnar Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari undir sautján ára liðs AGF í Danmörku. 

Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið

Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. 

Sjá meira