Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sam­starf HSÍ og Rapyd heyrir sögunni til

Handknattleikssamband Íslands og Rapyd hafa komist að samkomulagi um að samstarfi félaganna ljúki þann 1.september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ, mánuði eftir að leikmenn landsliðsins huldu merki fyrirtækisins á treyjum sínum.

Hamilton segir sögu­sagnir um ó­sætti vera þvaður

Sjöfaldi For­múlu 1 heims­meistarinn Lewis Hamilton, ökuþór Ferrari, gefur lítið fyrir sögu­sagnir sem birst hafa í fjölmiðlum um meint ósætti hans og aðal sam­starfs­mann hans hjá ítalska risanum, Ric­car­do Adami.

Skrifar undir fimm ára samning við Liver­pool

Eng­lands­meistarar Liver­pool hafa fyllt upp í skarðið sem að Trent Alexander-Arn­old skyldi eftir sig. Jeremi­e Frimpong hefur skrifað undir fimm ára samning í Bítla­borginni og kemur frá Bayer Le­verku­sen.

Sæ­var Atli orðinn leik­maður Brann

Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Brann og mun þar spila undir stjórn Freys Alexanderssonar sem hann þekkir frá fyrri tíð hjá Lyngby í Danmörku.

Niður­brotinn Klopp í sjokki

Jur­gen Klopp, fyrr­verandi þjálfari enska úr­vals­deildar­félagsins Liver­pool, segist í færslu á sam­félags­miðlum núna í morgun vera í sjokki og niður­brotinn vegna at­burðarins í Liver­pool­borg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Eng­land­meistara­titli Liver­pool.

Sótt að Sæ­vari Atla á flug­vellinum í Bergen

Hópur fjölmiðla­manna var mættur á flug­völlinn í Bergen í morgun þegar að knatt­spyrnu­maðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt um­boðs­manni sínum á leið í viðræður við norska úr­vals­deildar­félagið Brann.

Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“

Eftir afar farsælan feril hyggst hand­bolta­maðurinn Aron Pálmars­son leggja skóna á hilluna eftir yfir­standandi tíma­bil. Lands­liðsþjálfari Ís­lands segir áhrifin af brott­hvarfi hans eiga eftir að koma í ljós. Á alþjóða­vísu standi Aron framar­lega í sögu­legu til­liti og hvað Ís­land varðar séu hann og Ólafur Stefáns­son þeir lang­bestu hand­bolta­menn sem við höfum átt.

Sjá meira