Hattarmenn senda Kanann heim Bandaríkjamaðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir lið Hattar í Bónus deildinni í körfubolta og er á heimleið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hetti núna í morgun. 12.11.2024 09:20
Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stjórn KSÍ hafa ekki rætt um framhaldið á samstarfi sínu. Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem hægt er að virkja í lok þessa mánaðar og sjálfur er Norðmaðurinn fámall aðspurður hvort hann vilji halda áfram með liðið. 8.11.2024 17:45
Mourinho vill taka við Newcastle United José Mourinho vill taka við Newcastle United þegar að Eddie Howe yfirgefur félagið á einhverjum tímapunkti. Þessu heldur The Guardian fram í dag. Mourinho fylgist náið með þróun mála hjá liðinu. 8.11.2024 17:01
Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Georgíu ytra í undankeppni EM 2026 á sunnudaginn kemur. Gísli er að glíma við meiðsli. 8.11.2024 13:31
Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Freyr Alexandersson, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að ummæli sín um markvörðinn Mads Kikkenborg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyngby, hafi verið tekin úr samhengi en sá síðarnefndi skipti yfir til Anderlecht í Belgíu í upphafi árs. Freyr segir samband sitt og Kikkenborg mjög gott. 8.11.2024 10:31
Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Glæstur sigur þrefalda heimsmeistarans Max Verstappen, ökuþórs Red Bull Racing, í Brasilíu um síðastliðna helgi, sér til þess að hann getur gulltryggt sinn fjórða heimsmeistaratitil í næstu keppnishelgi mótaraðarinnar sem fram fer í Las Vegas. 7.11.2024 16:02
Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Bretinn Lewis Hamilton, mun klára tímabilið með Mercedes. Þetta staðfestir liðið eftir að hávær orðrómur fór á kreik um að leiðir myndu skilja fyrir lok tímabilsins. 7.11.2024 15:01
Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Það er ekki bara íslenska kvennalandsliðið sem á verkefni í forkeppni EuroBasket í kvöld. Körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson mun dæma leik Finnlands og Slóveníu sem fer fram í Helsinki. 7.11.2024 13:32
Ragnar ráðinn til AGF Ragnar Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari undir sautján ára liðs AGF í Danmörku. 7.11.2024 12:05
Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. 3.11.2024 12:15