Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn

Sancheev Manoharan hefur verið rekinn úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund eftir tap liðsins gegn Brann í gær og afleit úrslit upp á síðkastið. Téður Sancheev tók við þjálfun liðsins eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti sem þjálfari Haugesund á sínum tíma.

At­hæfi Freys og Eggerts vekur at­hygli í Noregi

Félags­leg færni Ís­lendinganna Freys Alexanders­sonar, þjálfara norska úr­vals­deildar­liðsins Brann í fót­bolta og Eggerts Arons Guð­munds­sonar, leik­manns liðsins hefur vakið at­hygli hjá fjölmiðlum í Noregi og fengu stuðnings­menn Brann að njóta góðs af því eftir sigur­leik í gær.

Klopp snýr aftur á Anfield

Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, verður á meðal áhorfenda á Anfield þegar að Liverpool tekur á móti Crystal Palace í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn.

Var ekki nógu á­nægður með Trent

Arne Slot, þjálfari Eng­lands­meistara Liver­pool, hefur greint frá því að hann hafi ekki verið nógu ánægður með fram­lag Trent Alexander Arn­old á æfingum liðsins í upp­hafi tíma­bils. Trent er á leið til Real Madrid á frjálsri sölu eftir tíma­bilið.

Eru klár­lega með gæði til að spila í efstu deild Þýska­lands

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, getur ekki sagt til um það á þessum tímapunkti hvort lykilleikmenn Íslandsmeistaraliðsins, Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson verði á mála hjá liðinu á næsta tímabili. Þeir séu báðir með gæði til að spila í sterkri deild úti í heimi, til að mynda efstu deild Þýskalands.

Finnur fyrir miklum létti: „Al­gjört and­legt rugl“

Baldur Þór Ragnars­son, þjálfari nýkrýndra Ís­lands­meistara Stjörnunnar í körfu­bolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „al­gjört and­legt rugl“ í úr­slita­keppni deildarinnar.

Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Vals­liðinu á­fall

Vals­menn eru með bakið upp við vegg og 2-0 undir fyrir þriðja leik liðsins gegn Fram í úr­slita­ein­vígi Olís deildar karla í kvöld. Þjálfari Vals segir sína menn þurfa að kalla fram það allra besta hjá sér í kvöld, liðið þurfi góðan stuðning, dræm mæting á fyrsta leik á Hlíðar­enda hafi verið liðinu áfall.

Sam­félagið á Sauð­ár­króki ekki í vinnu­hæfu á­standi

Spennuþrungið andrúms­loft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úr­slitin í Bónus deildinni í körfu­bolta ráðast þar í kvöld í odda­leik úr­slita­ein­vígis Tindastóls og Stjörnunnar. For­maður körfu­knatt­leiks­deildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnu­hæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins.

Sjá meira