Mjög stutt í að Sveindís Jane snúi aftur Það er mjög stutt í að við fáum að sjá íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur, leikmann Wolfsburg, aftur inn á knattspyrnuvellinum eftir meiðslahrjáða mánuði. Þessi öflugi leikmaður hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að hafa ekki geta' sinnt atvinnu sinni að fullu að undanförnu. Hún er rithöfundur nýrrar barnabókar sem kom út núna fyrir jólin. 21.12.2023 10:00
„Þetta er nú bara svona á hverju ári“ Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Danmerkur í upphafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaupmannahafnar, meira reiðubúinn en áður til þess að láta til sín taka. 21.12.2023 08:00
Herjuðu á heimili Kjartans og brutu rúður Kjartan Henry Finnbogason hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir afar farsælan feril, bæði sem atvinnu- og landsliðsmaður. Það hefur á ýmsu gengið á leikmannaferli Kjartans og í samtali við Val Pál Eiríksson, sagði hann frá óskemmtilegri atburðarás sem tók við eftir að hann hafði eyðilagt titilvonir Bröndby sem leikmaður AC Horsens. 18.12.2023 08:00
„Erum opnir við hvorn annan“ Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er í stöðugu sambandi við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara Íslands í og uppfærir hann reglulega um stöðuna á sér í aðdraganda næsta stórmóts Íslands en Gísli er að snúa til baka úr meiðslum. 17.12.2023 23:30
Orri áttaði sig á mikilvægi stundarinnar: Gerðu það sem flestir töldu ógerlegt Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í FC Kaupmannahöfn skrifuðu söguna fyrir félagið í Meistaradeild Evrópu á dögunum í aðstæðum sem voru fyrir fram taldar ógerlegar fyrir liðið að skara fram úr í. 15.12.2023 08:00
Óskamótherji Orra í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar Orri Steinn Óskarsson náði þeim merka áfanga með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Liðið hefur lagt af velli stórlið á borð við Manchester United og Galatasaray á leið sinni þangað og vill Orri Steinn mæta einu tilteknu stórliði í sextán liða úrslitunum. 14.12.2023 23:32
Lars fylgist grannt með íslenska landsliðinu Þrátt fyrir að nokkur ár séu liðin frá því Lars Lagerbäck starfaði sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, fylgist hann enn grannt með gengi liðsins. Íslenska landsliðið hefur gengið í gegnum brösótta tíma í ár. Þjálfaraskipti urðu hjá liðinu um mitt ár þegar að Age Hareide var ráðinn inn í stað Arnars Þórs Viðarssonar. 14.12.2023 11:01
Færir íslensku þjóðinni góðar fréttir Innan við mánuður er til stefnu þar til íslenska landsliðið hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar sér að verða klár í slaginn þar. 14.12.2023 07:30
Draumur Antons rættist: „Ótrúlega hrærður og meyr“ Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjölfar þess að hafa unnið til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðarstolti er hann stóð á verðlaunapallinum og sá íslenska fánann birtast. 12.12.2023 07:30
Konur eru ekki litlir karlar Sólveig Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi, er ein þeirra sem stendur að baki rannsókn sem vakið hefur athygli og stuðlað að góðum breytingum í norska kvennaboltanum. Rannsóknin snýr að heilsufari leikmanna í deildinni en þekking okkar á kvennaknattspyrnunni er afar takmörkuð. Hún hefur staðið í skugganum á karlaknattspyrnunni og aðeins 7% gagna í knattspyrnuheiminum byggja á reynslu okkar og þekkingu af kvennaknattspyrnu. 11.12.2023 08:47
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti