Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mjög stutt í að Svein­dís Jane snúi aftur

Það er mjög stutt í að við fáum að sjá ís­­lensku lands­liðs­­konuna Svein­­dísi Jane Jóns­dóttur, leik­mann Wolfs­burg, aftur inn á knatt­­spyrnu­vellinum eftir meiðsla­hrjáða mánuði. Þessi öflugi leik­­maður hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að hafa ekki geta' sinnt at­vinnu sinni að fullu að undan­förnu. Hún er rit­höfundur nýrrar barna­­bókar sem kom út núna fyrir jólin.

„Þetta er nú bara svona á hverju ári“

Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Dan­merkur í upp­hafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaup­manna­hafnar, meira reiðu­búinn en áður til þess að láta til sín taka.

Herjuðu á heimili Kjartans og brutu rúður

Kjartan Henry Finn­boga­son hefur lagt knatt­spyrnu­skóna á hilluna eftir afar far­sælan feril, bæði sem at­vinnu- og lands­liðs­maður. Það hefur á ýmsu gengið á leik­manna­ferli Kjartans og í sam­tali við Val Pál Ei­ríks­son, sagði hann frá ó­skemmti­legri at­burða­rás sem tók við eftir að hann hafði eyði­lagt titil­vonir Brönd­by sem leik­maður AC Hor­sens.

„Erum opnir við hvorn annan“

Gísli Þor­geir Kristjáns­son, lands­liðs­maður í hand­bolta, er í stöðugu sam­bandi við Snorra Stein Guð­jóns­son, lands­liðs­þjálfara Ís­lands í og upp­færir hann reglu­lega um stöðuna á sér í að­draganda næsta stór­móts Ís­lands en Gísli er að snúa til baka úr meiðslum.

Ó­ska­­mót­herji Orra í sex­tán liða úr­­slitum Meistara­­deildarinnar

Orri Steinn Óskars­son náði þeim merka á­fanga með fé­lags­liði sínu FC Kaup­manna­höfn að tryggja sér sæti í sex­tán liða úr­slitum Meistara­deildar Evrópu á dögunum. Liðið hefur lagt af velli stór­lið á borð við Manchester United og Gala­tasaray á leið sinni þangað og vill Orri Steinn mæta einu til­teknu stór­liði í sex­tán liða úr­slitunum.

Lars fylgist grannt með ís­lenska lands­liðinu

Þrátt fyrir að nokkur ár séu liðin frá því Lars Lagerbäck starfaði sem lands­liðs­þjálfari Ís­lands í fót­bolta, fylgist hann enn grannt með gengi liðsins. Ís­lenska lands­liðið hefur gengið í gegnum brös­ótta tíma í ár. Þjálfara­skipti urðu hjá liðinu um mitt ár þegar að Age Hareide var ráðinn inn í stað Arnars Þórs Viðars­sonar.

Færir ís­lensku þjóðinni góðar fréttir

Innan við mánuður er til stefnu þar til ís­lenska lands­liðið hefur leik á EM í hand­bolta í Þýska­landi. Gísli Þor­geir Kristjáns­son ætlar sér að verða klár í slaginn þar.

Draumur Antons rættist: „Ó­trú­lega hrærður og meyr“

Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjöl­far þess að hafa unnið til silfur­verð­launa á Evrópu­meistara­mótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðar­stolti er hann stóð á verð­launa­pallinum og sá ís­lenska fánann birtast.

Konur eru ekki litlir karlar

Sól­veig Þórarins­dóttir, sjúkra­­þjálfari og doktors­­nemi, er ein þeirra sem stendur að baki rann­­sókn sem vakið hefur at­hygli og stuðlað að góðum breytingum í norska kvenna­­boltanum. Rann­sóknin snýr að heilsu­fari leik­manna í deildinni en þekking okkar á kvennaknatt­­spyrnunni er afar tak­­mörkuð. Hún hefur staðið í skugganum á karlaknatt­­spyrnunni og að­eins 7% gagna í knatt­­spyrnu­heiminum byggja á reynslu okkar og þekkingu af kvennaknatt­­spyrnu.

Sjá meira