Erkifjendurnir í Val mæta vestur í bæ: „Alltaf örlítið meira blóð á tennurnar“ Theódór Elmar Bjarnason, einn reynslumesti leikmaður Bestu deildar liðs KR í fótbolta, segist alltaf fá meira blóð á tennurnar fyrir leiki gegn erkifjendunum í Val en liðin mætast á Meistaravöllum í stórleik umferðarinnar en KR-ingar eiga harma að hefna eftir skell í fyrri leik liðanna á Origovellinum 31.7.2023 14:31
Heimsmeistarinn muni fá á sig refsingu Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauðurinn í stigakeppninni á yfirstandandi tímabili mun fá fimm sæta refsingu fyrir komandi kappakstur á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu sem fram fer á sunnudaginn. 28.7.2023 16:00
Fram ekki farið í formlegar viðræður við aðra þjálfara Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir það afar þungbæra ákvörðun fyrir félagið að binda enda á samstarf sitt við Jón Þóri Sveinsson sem þjálfari karlalið félagsins í Bestu deildinni. Jón hafi tekið fréttunum af fagmennsku en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað við mögulega arftaka Jóns í starfi til frambúðar. 28.7.2023 12:31
Auðmjúkur Anton á tímamótum: „Rosalega tilfinningaþrungin stund“ Íslenski sundgarpurinn Anton Sveinn McKee segir að eftir kaflaskipt ár hafi það verið tilfinningaþrungin stund fyrir sig að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 í gær en um leið tryggði hann sér sæti í úrslitasundi á HM í 50 metra laug í Japan sem fram fer í dag. 28.7.2023 08:00
Óvissa um framtíð Jóns í starfi: „Neita að tjá mig um það“ Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Fram, neitar að tjá sig um það hvort þjálfaramál karlaliðs félagsins séu til skoðunar. Í bili hið minnsta eins og hann tjáði Vísi. 27.7.2023 09:39
Þurfa að bíta á jaxlinn gegn beinskeyttum Írum í kvöld: „Þurfum að þora vera við sjálfir“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari karlaliðs KA í fótbolta er borubrattur fyrir fyrri leik liðsins gegn írska liðinu Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Norðanmenn þurfti að setja í næsta gír frá einvígi sínu í fyrstu umferðinni til að eiga möguleika. 27.7.2023 09:34
Gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir KA í kvöld: „Gefur okkur gæði og ró fram á við“ Færeyski landsliðsmaðurinn Jóan Simun Edmundsson verður í leikmannahópi KA sem tekur á móti írska liðinu Dundalk í Sambandsdeild Evrópu í kvöld og gæti því spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið. 27.7.2023 08:00
Fær að heyra það eftir atvik næturinnar: „Best fyrir hann að halda sig fjarri“ Phil Parkinson, knattspyrnustjóri Wrexham, lét Nathan Bishop, sem stóð í marki Manchester United í æfingarleik liðsins gegn Wrexham í nótt, heyra það í viðtali eftir leik og sakaði hann um glæfralega tilburði. 26.7.2023 16:31
Þrálát meiðsli gera Arnóri erfitt fyrir í Englandi: Landsliðsverkefni í hættu Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Arnór Sigurðsson leikmaður enska liðsins Blackburn Rovers verður frá næstu átta vikurnar vegna þrálátra meiðsla á nára. 26.7.2023 15:45
Sjáðu mörkin og mistök Antons Ara í tapi gegn FCK í Meistaradeildinni Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar gerðu í gær góða ferð á Kópavogsvöll og unnu þeir tveggja marka sigur á heimamönnum í Breiðabliki er liðin mættust í fyrri leik sínum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. 26.7.2023 14:17