Aukin virkni í gosinu Eldfjallafræðingur segir merki uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt. Landris í Svartsengi hafi stöðvast og kvika leiti nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. 30.4.2024 09:40
Landa stórum sölusamningi Alvotech tilkynnti í dag að nýgerður samningur í Bandaríkjunum um dreifingu og sölu á líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech í háum styrk með útskiptileika við Humira (adalimumab) sé við Quallent Pharmaceuticals, dótturfélag Cigna. Samningurinn sé gerður með samþykki Teva Pharmaceuticals, sem er samstarfsaðili Alvotech í Bandaríkjunum. 30.4.2024 08:34
Segir upp hjá RÚV og snýr sér að pólitík Sunna Valgerðardóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona á RÚV, hefur verið ráðin til þingflokks Vinstri grænna. Hún hefur þegar látið af störfum hjá RÚV. 29.4.2024 12:06
Viktor og Kári heltast úr lestinni Tvö framboð til embættis forseta Íslands voru úrskurðuð ógild á fundi Landskjörstjórnar í dag. Þeir Viktor Traustason og Kári Vilmundarson Hansen fá ekki pláss á kjörseðlinum þegar kosið verður til forseta þann 1. júní næstkomandi. 29.4.2024 11:17
Ástand hinnar látnu bar þess merki að henni hefði verið ráðinn bani Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri rennur út klukkan 16 í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra mun gera kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald. 29.4.2024 10:43
Refsing fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar þyngd Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. 26.4.2024 16:45
Fjármálastjóri Play segir upp Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, lætur af störfum að eigin ósk. Ólafur mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hans tekur við. 26.4.2024 16:14
Hjúkrunarfræðingurinn ekki laus allra mála enn Dómur í máli hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala, hefur verið ómerktur í Landsrétti. Lagt hefur verið fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar á ný og fella síðan á það efnisdóm. 26.4.2024 16:03
Tryggðu sér 300 milljóna króna fjármögnun Sprotafyrirtækið Prescriby, sem þróar hugbúnaðarlausn til að veita öruggari meðferðir uppáskrifaðra ópíóíða og annarra sterkra lyfja, tilkynnti í dag 300 milljóna króna fjármögnun leidda af Crowberry Capital. 26.4.2024 15:40
Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. 26.4.2024 14:42
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent