Samskiptaleysi meðal lögreglumanna olli því að fólk var sektað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að ekki verði byrjað að sekta fyrir notkun nagladekkja að svo stöddu, þrátt fyrir að bannað sé að nota nagladekk eftir 15. apríl. Þá hafi einhverjir fengið sektir um helgina fyrir misskilning. Þær sektir verði felldar niður. 26.4.2024 14:02
Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26.4.2024 13:24
Þrettánda nafnið bætist við Landskjörstjórn hefur tilkynnt að í ofanálag við þá tólf frambjóðendur til forseta, sem skiluðu meðmælalistum í Hörpu í dag, hafi sá þrettándi skilað með rafrænum hætti. Sá heitir Kári Vilmundarson Hansen. 26.4.2024 13:08
Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu Viktor Traustason var einn þeirra sem mættu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í dag til þess að skila inn meðmælendalistum. Hann kveðst vera búinn að safna tilskildum fjölda undirskrifta, allavega eins og hann telur þær. 26.4.2024 11:51
Rekin vinalega á brott en vonast til að fá að vera áfram Hópur háskólanema kom saman í veðurblíðunni í gærkvöldi og sló upp tjöldum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu. Lögregla vísaði hópnum á brott en forsvarsmaður hans segir það hafa verið gert af mestu vinsemd. 26.4.2024 10:40
Dregur framboðið til baka Sigríður Hrund Pétursdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Henni tókst ekki að safna tilskildum fjölda meðmæla, sem skila þarf inn í dag. 26.4.2024 09:21
Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. 24.4.2024 16:50
Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að nauðga pilti undir lögaldri. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita. 24.4.2024 15:13
Segir lág laun leikskólakennara mýtu Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. 24.4.2024 14:02
Hafi líka reynt að bana eldri syni sínum Kona sem ákærð hefur verið fyrir að verða sex ára syni sínum að bana á Nýbýlavegi í lok janúar sætir einnig ákæru fyrir að hafa reynt að myrða ellefu ára son sinn. 24.4.2024 12:40
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent