Skipstjórinn var drukkinn og skipaði stýrimanni að sigla á brott Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn játuðu sök þegar mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í dag. Þeim var gefið að sök að hafa skilið skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Þá játaði skipstjórinn að hafa verið drukkinn. 11.7.2024 14:17
Bjartmar ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Malbikstöðin hefur ráðið Bjartmar Stein Guðjónsson sem aðstoðarframkvæmdastjóra fyrirtækisins. Bjartmar er lögfræðingur að mennt og kemur yfir til Malbikstöðvarinnar frá Samtökum iðnaðarins, þar sem hann starfaði sem viðskiptastjóri á mannvirkjasviði. 11.7.2024 13:35
Íbúar Grafarholts geta tekið til matar síns á ný Verslun Krónunnar að Þjóðhildarstíg í Grafarholti hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokað í lok maí. Síðan þá hafa íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals þurft að leita út fyrir hverfið að matvöru. 11.7.2024 11:47
Sóttu framkvæmdastjóra þingflokks til SA Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Tryggva Mássyni, sem hefur tekið við starfi hjá Klíníkinni. 11.7.2024 10:16
Hjólar í Ísland vegna veikindaréttar atvinnulausra Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur ákveðið að vísa máli sem varðar skerðingu á atvinnuleysisbótum vegna tímabundinnar dvalar bótaþega í öðru EES-ríki til EFTA-dómstólsins. Stofnunin telur Ísland brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins með því að fella niður bætur þegar fólk fer úr landi til þess að sækja sér heilbrigðisþjónustu. 10.7.2024 14:56
Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. 10.7.2024 13:40
Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. 9.7.2024 17:04
Ákærður fyrir nauðgun Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. 9.7.2024 16:14
HS Orka tryggir sér fjörutíu milljarða króna HS Orka hefur lokið við að endurfjármagna skuldir félagsins og tryggja lánalínur fyrir áframhaldandi uppbyggingu hér á landi. Lánsfjárhæðin nemur að jafnvirði um 290 milljónum dollara eða um fjörutíu milljörðum íslenskra króna og er veitt af íslenskum og alþjóðlegum bönkum og sjóðum. 9.7.2024 15:20
Rannsaka bein sem fundust í miðborginni Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar bein sem fundust á framkvæmdasvæði í miðborg Reykjavíkur í dag. 9.7.2024 15:02