Hélt að hún væri að deyja þegar hún missti allt hárið Allt í einu byrjaði hún að fá skallablett og svo fór allt hárið á örskömmum tíma. „Ég hélt ég væri að deyja úr einhverjum hræðilegum sjúkdómi. Sem betur fer var það ekki svo en það breytti því þó ekki að mér leið hræðilega með að missa fallega hárið mitt,“ segir Vilborg Friðriksdóttir sem segir sögu sína í Íslandi í dag. 4.10.2021 23:55
Ellefu mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir líkamsárás og fyrri brot Karlmaður hefur verið dæmdur til ellefu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárás á Akureyri. Um er að ræða eins mánaðar hegningarauka við fyrri tíu mánaða dóm sem maðurinn hlaut í mars síðastliðnum. 4.10.2021 22:54
Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4.10.2021 21:42
Neytendastofa innkallar andlitsgrímur frá Xiaomi Neytendastofa hefur innkallað andlitsgrímu af gerðinni Smartmi frá framleiðandanum Xiaomi, sem seld var í verslun Tunglskins ehf. Þá hefur sala og afhending grímunnar jafnframt verið bönnuð. 4.10.2021 20:31
Morgunblaðið hafi ekki valdið saklausum börnum vanvirðu með myndbirtingu Foreldrar tveggja ungra barna sem birtust á mynd við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins kærðu myndbirtinguna til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin taldi birtinguna ekki hafa verið til þess fallna að valda börnunum óþarfa sársauka eða vanvirðu. 4.10.2021 19:31
Segir ótvírætt að þingið hafi lokaorðið um gildi kosninga Formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar segir alveg ótvírætt að þingið hafi síðasta orðið um það samkvæmt stjórnarskrá hvort kosningar séu gildar og hvort þingmenn séu rétt kjörnir. 4.10.2021 18:32
Hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum Handhafi stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörðun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur um að leggja á hann stöðubrotsgjald. Handhafinn hafði lagt bíl sínum í almennt stæði á göngugötu en Bílastæðasjóður taldi honum aðeins heimilt að leggja í sérmerkt bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða á göngugötu. 4.10.2021 17:32
Minnst fimm eru látin: Mannskæðasta árásin í Kabúl frá brottför Bandaríkjahers Minnst fimm almennir borgarar létu lífið í sprengjuárás við mosku í Kabúl í dag. Um er að ræða mannskæðustu árásina í höfuðborg Afganistan síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið í lok ágúst síðastliðins. 3.10.2021 23:52
Enginn skóli á morgun: Stofnanir á Húsavík lokaðar vegna smita Skólahald í Borgarhólsskóla á Húsavík fellur niður á morgun og þriðjudag vegna kórónuveirusmita meðal nemenda og starfsfólks. Þá verður Stjórnsýsluhúsið í bænum einnig lokað á morgun vegna smits. 3.10.2021 23:24
Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3.10.2021 22:55