Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 3.10.2021 22:35
Edduverðlaunin 2021 afhent: Gullregn sigurvegari kvöldsins Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. 3.10.2021 21:57
Átta létust þegar einkaþota brotlenti í Mílanó Einkaþota brotlenti á skrifstofubyggingu í Mílanó á Ítalíu í dag með þeim afleiðingum að allir átta um borð létust. Byggingin var mannlaus þegar flugslysið varð og engan sakaði á jörðu niðri. 3.10.2021 20:58
Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3.10.2021 19:33
Enn skelfur jörð við Keili Laust fyrir klukkan fimm í dag varð jarðskjálfti að stærð 3,4 rétt rúmum kílómetra suðsuðvestur af Keili. 3.10.2021 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá óveðrinu sem hefur geisað á norðvestanverðu landinu síðasta sólahringinn og heyrum í björgunarfólki á staðnum. 3.10.2021 18:00
Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3.10.2021 17:46
Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2.10.2021 23:44
Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2.10.2021 22:24
Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2.10.2021 21:15