Þuríður Harpa endurkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands Á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands, sem haldinn var í Reykjavík 15. og 16 október, var Þuríður Harpa Sigurðardóttir endurkjörin formaður bandalagsins til tveggja ára. Þá voru tvær ályktanir samþykktar á fundinum. 17.10.2021 15:52
Titlar sig vafaþingmann Karl Gauti Hjaltason titlar sig vafaþingmann eftir alþingiskosningarnar í haust. Hann fór yfir framkvæmd kosninganna á Sprengisandi í morgun. 17.10.2021 14:59
Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17.10.2021 14:10
Innanríkisráðherra íhugar lögregluvernd fyrir þingmenn eftir morðið Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur sagst vera að íhuga að bjóða þingmönnum upp á lögregluvernd eftir að þingmaðurinn David Amess var myrtur á föstudaginn. 17.10.2021 12:45
Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17.10.2021 10:40
Sprengisandur: Efnahagsmál, kosningar og umhverfismál í brennidepli Á Sprengisandi í dag verður farið um víðan völl. Meðal annarra verður rætt við Má Mixa fjárfesti og háskólakennara sem ætlar að kasta mati á vexti, verðbólgu, hækkanir á eignaverði og eitt og annað fleira sem við glímum við í hagkerfinu á Íslandi, en þeir Kristján Kristjánsson ætla líka að tala um aflandsviðskipti í kjölfar Pandóru-skjalanna sem birt hafa verið síðustu vikur. 17.10.2021 09:59
Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. 16.10.2021 17:22
Segja fjórðung grunnskólakennara sýna einkenni kulnunar í starfi Tæplega fjórðungur grunnskólakennara mælist með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í. Þá ættu 3,6 prósent þeirra að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar, samkvæmt nýjum niðurstöðum rannsóknar á málinu. 16.10.2021 16:42
Kennir vaxtalækkunum um hækkun húsnæðisverðs Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki rétt að vextir hafi verið hækkaðir á þessu ári vegna þess að lóðaskortur hafi haft í för með sér hækkun húsnæðisverðs. 16.10.2021 16:01
Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16.10.2021 12:58