Tveggja mánaða fangelsi fyrir strok úr fangelsi fyrir 29 árum Karlmaður sem gaf sig fram við lögreglu eftir nærri þriggja áratuga flótta undan réttvísinni var á dögunum dæmdur til að sæta fangelsisvist í tvo mánuði auk þess tíma sem hann átti eftir að afplána þegar hann strauk. 30.10.2021 21:07
Sögðust vera Talibanar og myrtu þrennt til að koma í veg fyrir tónlistarflutning Þrír vopnaðir menn ruddust inn í mosku þar sem brúðkaup fór fram í Afganistan í gærkvöldi og heimtuðu að tónlistarflutningi yrði hætt í nafni Talibana. Fór svo að þeir myrtu minnst þrennt í skotárás. 30.10.2021 20:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Rætt verður við forstjóra Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2. 30.10.2021 18:11
Íslendingar nýta nánast allan þorskinn Ný athugun Sjávarklasans á nýtingu á þorskafurðum hérlendis sýnir fram á að Íslendingar beri af öðrum sjávarútvegsþjóðum í þeim efnum og að nýtingin sé um níutíu prósent. 30.10.2021 17:32
Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29.10.2021 23:48
Birkir Blær kominn í níu manna úrslit Hinn 21 árs gamli akureyringur, Birkir Blær Óðinsson, komst í kvöld áfram í níu manna úrslit í sænska Idolinu. 29.10.2021 23:04
Elísabetu drottningu ráðlagt að hvíla sig Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram. 29.10.2021 22:37
Veðurstofan vaktar Torfajökulssvæðið vegna skjálfta Lágtíðniskjálftar hafa mælst í miklu magni á Torfajökulssvæðinu frá því í gær. Vísindafólk frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni hittist í dag ásamt fulltrúa frá almannavarnadeild og ræddi virknina. 29.10.2021 22:11
Stórskemmtilegar auglýsingar frá Stóra Sviðinu Þátttakendur í skemmtiþættinum Stóra sviðið á Stöð 2 fengu það verkefni að framleiða auglýsingu fyrir einhvers konar þjónustu. Eðli málsins samkvæmt voru auglýsingarnar sprenghlægilegar. 29.10.2021 21:07
Jólabjórsins beðið í skugga aukins fjölda smitaðra Í dag er J-dag, dagurinn sem unnendur jólabjórs bíða í ofvæni eftir á ári hverju. Jólabjórinn frá Tuborg er nefnilega ekki seldur fyrr en að kvöldi J-dags. Jólabjórþyrstir létu uppsveiflu kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig og krár bæjarins iða af lífi. 29.10.2021 20:42