Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22.3.2022 18:07
Samdi um bætur vegna handtöku í Gleðigöngunni Íslenska ríkið hefur komist að sátt við Elínborgu Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin í Gleðigöngunni árið 2019. Ríkið greiðir henni tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur, en hún ætlar að láta þær renna til góðra málefna. 21.3.2022 21:51
Hissa að sjá nafn sitt ekki á lista en gleymdi að senda framboðstilkynningu Ninna Sif Svavarsdóttir, formaður Prestafélags Íslands, var hissa að sjá nafn sitt ekki á lista yfir frambjóðendur til kirkjuþings. Skýringin var einföld; hún gleymdi að senda framboðstilkynningu. 21.3.2022 20:17
Varasöm gatnamót þar sem banaslys varð í Garðabæ Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sennilega ekki gert sér grein fyrir því að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjærakreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi. 21.3.2022 19:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Minnst átta létust í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í gærkvöldi. Íslendingur í borginni segir að hryllingurinn sem fylgi stríðinu í landinu sé farinn að hafa veruleg áhrif á borgarbúa. Varnarmálaráðherra Úkraínu segir Rússa fremja þjóðarmorð í Maríupól. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá ráðhúsinu þar sem ljóðskáld verða í kvöld með upplestur til styrktar hjálparstarfs í Úkraínu. 21.3.2022 18:00
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21.3.2022 17:34
Vaktin: Segjast hafa sannanir fyrir stríðsglæpum Rússa „Það er ekki til umræðu að gefast upp, að leggja niður vopn. Við höfum þegar greint Rússum frá þessu. Í stað þess að eyða tíma í átta blaðsíðna bréfasendingar, opnið bara leið úr borginni.“ 21.3.2022 06:33
Forsetafrúin fundaði með Joe og Jill Biden Eliza Reid forsetafrú fundaði með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna um jafnréttismál í Hvíta húsinu í Washington í dag. Eiginmaður Jill, sjálfur Bandaríkjaforseti, kom einnig til fundarins og ræddi við Elizu. 15.3.2022 23:36
Vill að fólk fætt 2010 og seinna fái aldrei að kaupa nikótín Heilbrigðisráðherra Danmerkur kynnti í dag áætlun sem ætlað er að koma í veg fyrir að einstaklingar fæddir árið 2010 og seinna nái nokkurn tímann tilskildum aldri til kaupa á vörum sem innihalda nikótín. 15.3.2022 22:31
Lét tilleiðast og tók umdeilt frumvarp af dagskrá Heilbrigðisráðherra tók í dag umdeilt frumvarp um réttindi sjúklinga af dagskrá þingsins eftir mikla gagnrýni um samráðsleysi við sjúklingana sem það hefði áhrif á. 15.3.2022 20:30