Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hlutur ríkisins í Ís­lands­banka fer niður fyrir fimm­tíu prósent

Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent.

Samdi um bætur vegna handtöku í Gleðigöngunni

Íslenska ríkið hefur komist að sátt við Elínborgu Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin í Gleðigöngunni árið 2019. Ríkið greiðir henni tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur, en hún ætlar að láta þær renna til góðra málefna.

Vara­söm gatna­mót þar sem bana­slys varð í Garða­bæ

Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sennilega ekki gert sér grein fyrir því að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjærakreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Minnst átta létust í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í gærkvöldi. Íslendingur í borginni segir að hryllingurinn sem fylgi stríðinu í landinu sé farinn að hafa veruleg áhrif á borgarbúa. Varnarmálaráðherra Úkraínu segir Rússa fremja þjóðarmorð í Maríupól. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá ráðhúsinu þar sem ljóðskáld verða í kvöld með upplestur til styrktar hjálparstarfs í Úkraínu.

For­seta­frúin fundaði með Joe og Jill Biden

Eliza Reid forsetafrú fundaði með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna um jafnréttismál í Hvíta húsinu í Washington í dag. Eiginmaður Jill, sjálfur Bandaríkjaforseti, kom einnig til fundarins og ræddi við Elizu.

Sjá meira