Hlynur ráðinn framkvæmdastjóri KPMG Hlynur Sigurðsson var í gær ráðinn framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi. Hann mun taka við af Jóni S. Helgasyni þann 1. október næstkomandi. 29.4.2022 17:34
Vaktin: Kallar Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. 29.4.2022 15:40
Flóni og Hrafnkatla eiga von á barni Tónlistarmaðurinn Flóni og Hrafnkatla Unnarsdóttir kærasta hans eiga von á sínu fyrsta barni. 22.4.2022 23:13
Ríflega eitt hundrað leita Svanhvítar Ríflega eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita nú Svanhvítar Harðardóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Síðast er vitað um ferðir hennar klukkan 13:00 í gær. 22.4.2022 22:32
Fimmtán mánuðir fyrir ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Ingvi Hrafn Tómasson, 29 ára karlmaður, var í dag dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Sushi Social í apríl í fyrra. Ingvi Hrafn stakk kunningja sinn ítrekað með hnífi en bar fyrir sig neyðarvörn fyrir dómi. Um er að ræða hegningarauka ofan á nýlegan fyrri þriggja ára fangelsisdóm þar sem skotvopn kom við sögu. 22.4.2022 22:01
Vélin er komin á þurrt land Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni rétt í þessu. Aðgerðir hafa staðið yfir við vatnið í allan dag og vélin hefur verið hífð upp í áföngum. 22.4.2022 19:54
Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22.4.2022 19:13
Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22.4.2022 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborginni. Við greinum frá nýjustu vendingum í Úkraínu í fréttatímanum og okkar maður Heimir Már, manna fróðastur um stríðið, kemur í sett og sýnir okkur hvernig og hvert átökin hafa þróast síðustu daga og vikur. 22.4.2022 18:00
Guðríður komin í hald lögreglu Lögreglan á Vesturlandi hefur lagt hald á styttuna af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku og komið fyrir inni í listaverki fyrir framan Nýlistasafnið í Reykjavík. 22.4.2022 17:49