Vaktin: Kallar Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 29. apríl 2022 15:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í kvöld og kallaði Rússa hugmyndafræðilega arftaka nasista. AP/Forsetaembætti Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir árásina í gær endurspegla viðhorf Rússa til alþjóðasamfélagsins. Hún kalli á hörð viðbrögð. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmaði á blaðamannafundi í gær að öryggisráði SÞ hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stóð til að koma í veg fyrir og binda enda á átökin í Úkraínu. Þetta séu vonbrigði og afar ergilegt. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa fara hægt í sókn sinni í Donbas og segir þann árangur sem þeir hafi náð hafa haft umtalsverðan fórnarkostnað í för með sér vegna harðrar mótspyrnu Úkraínumanna. Breska leyniþjónustan segir Rússa gjalda fyrir hvern kílómeter sem þeir nái á sitt vald í Donbas. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í marga mánuði eða ár. Bandalagið sé reiðubúið til að styðja við Úkraínumenn til lengri tíma og endurnýja vopnabúr þeirra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú hvort flugskeyti var skotið beint yfir kjarnorkuver nærri borginni Yuzhnoukrainsk hinn 16. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir málið afar alvarlegt ef rétt reynist. Eftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Úkraínu verður hætt eftir að Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að það yrði framlengt. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eftir mistök Nató við að hleypa Úkraínu ekki inn í bandalagið eigi Úkraínumenn það inni að aðildarríkin skoði með hvaða hætti þau geta tryggt öryggi landsins til framtíðar. Rússar hafa viðurkennt að þeir hafi framið eldflaugaárás á Kænugarð í gær, á sama tíma og António Guterres var staddur í borginni. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússands segir í samtali við rússnesku fréttaveituna Interfax að markmiðið hafi verið að granda verksmiðju, sem Rússar segja framleiða eldflaugar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir árásina í gær endurspegla viðhorf Rússa til alþjóðasamfélagsins. Hún kalli á hörð viðbrögð. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmaði á blaðamannafundi í gær að öryggisráði SÞ hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stóð til að koma í veg fyrir og binda enda á átökin í Úkraínu. Þetta séu vonbrigði og afar ergilegt. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa fara hægt í sókn sinni í Donbas og segir þann árangur sem þeir hafi náð hafa haft umtalsverðan fórnarkostnað í för með sér vegna harðrar mótspyrnu Úkraínumanna. Breska leyniþjónustan segir Rússa gjalda fyrir hvern kílómeter sem þeir nái á sitt vald í Donbas. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í marga mánuði eða ár. Bandalagið sé reiðubúið til að styðja við Úkraínumenn til lengri tíma og endurnýja vopnabúr þeirra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú hvort flugskeyti var skotið beint yfir kjarnorkuver nærri borginni Yuzhnoukrainsk hinn 16. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir málið afar alvarlegt ef rétt reynist. Eftirliti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Úkraínu verður hætt eftir að Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að það yrði framlengt. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eftir mistök Nató við að hleypa Úkraínu ekki inn í bandalagið eigi Úkraínumenn það inni að aðildarríkin skoði með hvaða hætti þau geta tryggt öryggi landsins til framtíðar. Rússar hafa viðurkennt að þeir hafi framið eldflaugaárás á Kænugarð í gær, á sama tíma og António Guterres var staddur í borginni. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússands segir í samtali við rússnesku fréttaveituna Interfax að markmiðið hafi verið að granda verksmiðju, sem Rússar segja framleiða eldflaugar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira