Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11.6.2022 19:39
Nauðgunarmálsókn gegn Ronaldo vísað frá dómi Málsókn Kathryn Mayorga á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo hefur verið vísað frá dómi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Mayorga sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað henni í borginni árið 2009. Hún fór fram á 25 milljónir dollara í skaðabætur. 11.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í formanni Afstöðu, félags fanga, sem segir fólk með geðræn vandamál sem ekki fái viðunandi þjónustu vera tifandi tímasprengjur víða í þjóðfélaginu. 11.6.2022 18:00
Sigurjón ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar Sigurjón Andrésson, ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. 9.6.2022 23:36
Samþykktu að sameinað sveitarfélag fái nafnið Húnabyggð Ný bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps samþykkti á fyrsta fundi sínum í dag að sveitarfélagið fengi nafnið Húnabyggð. 9.6.2022 22:57
Fyrrverandi braust inn í brúðkaup Britney Lögregla var kölluð að heimili poppstjörnunnar Britney Spears eftir að Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður hennar til tæplega sextíu klukkutíma, braust inn í brúðkaup hennar og unnustans Sams Asghari. 9.6.2022 22:40
Þór tekinn við völdum á Seltjarnarnesi Ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar var staðfest á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar bæjarins. Hann tekur við störfum af af Ásgerði Halldórsdóttur sem látið hefur af störfum eftir tuttugu ára starf í bæjarstjórn, þar af í þrettán ár sem bæjarstjóri. 9.6.2022 21:57
Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. 9.6.2022 21:09
Snípur og sjálfsfróun á Kjarvalsstöðum Listamenn sem tekið hafa ástfóstri við nál og tvinna opnuðu í kvöld listasýningu á Kjarvalsstöðum, meðal efnistaka þeirra eru snípurinn, sjálfsfróun og flugdólgar. 9.6.2022 19:57
Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. 9.6.2022 19:14