Lamaðist eftir bílslys og missti manninn sinn á sama ári Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi. 17.8.2022 11:05
Áttfætla fannst í víni Hvítvínið Sancerre af árganginum 2021 frá Domaine Franck Millet hefur verið innkallað eftir að áttfætla fannst í flösku af víninu. 17.8.2022 09:22
Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé. 17.8.2022 07:53
Búist við vonskuveðri í dag Gul veðurviðvörun tekur gildi nú í morgunsárið fyrir Suðurland, Faxaflóa og miðhálendið. Búist er við roki og rigningu fram eftir degi. 17.8.2022 06:46
Ungmenni létu öllum illum látum í verslunarmiðstöð Í gær barst lögreglu tilkynning um hóp ungmenna sem var til vandræða í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Svo fór að einn úr hópnum réðst á lögreglumann. 17.8.2022 06:23
Þungir dómar fyrir grófar frelsissviptingar og líkamsárásir Þrír karlmenn voru á dögunum dæmdir til nokkuð langrar fangelsisvistar fyrir að frelsissvipta tvo menn og beita þá grófu ofbeldi. Þá var einn þeirra einnig sakfelldur fyrir að stela bíl móður annars brotaþola og peningum af bankareikningi hans. 16.8.2022 16:44
Áslaug Arna ferðast um landið í haust Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun staðsetja skrifstofu sína víða um land í haust. Fólkinu í landinu verður boðið í opna viðtalstíma þar sem málefni ráðuneytisins verða rædd. 16.8.2022 10:13
Stýrihópur um leikskólamál skilar minnisblaði fyrir fimmtudag Stýrihópur sem heldur utan um uppbyggingu leikskóla í Reykjavík mun skila minnisblaði um stöðu mála fyrir fund borgarráðs á fimmtudag. 16.8.2022 09:19
Skúli svarar Óttari fullum hálsi Athafnamaðurinn Skúli Mogensen segist hvorki vera auðmaður né gjaldþrota í svari við bakþönkum Óttars Guðmundssonar geðlæknis. Óttar sagði í bakþönkum sínum á laugardag að Skúli hefði sett flugfélagið Wow air „glæsilega á hausinn“ með tilheyrandi tapi fyrir þjóðarbúið. Skúli segir Wow hafa skilað meiru í ríkiskassann en allur áliðnaðurinn árið 2018. 16.8.2022 07:52
Miller biðst afsökunar og segist munu leita sér hjálpar Leikarinn Ezra Miller hefur beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarin misseri og segist vera á leið í meðferð við geðrænum vanda. 16.8.2022 07:04