Þungir dómar fyrir grófar frelsissviptingar og líkamsárásir Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2022 16:44 Héraðsdómur Reykjaness er til húsa í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn voru á dögunum dæmdir til nokkuð langrar fangelsisvistar fyrir að frelsissvipta tvo menn og beita þá grófu ofbeldi. Þá var einn þeirra einnig sakfelldur fyrir að stela bíl móður annars brotaþola og peningum af bankareikningi hans. Mennirnir þrír, Otri Grettir Otrason, Aron Bjarni Stefánsson og Sindri Freyr Sigurbjartsson voru sakfelldir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, og hótanir með því að hafa í félagi svipt mann frelsi í sex klukkustundir og veist að honum ítrekað með ofbeldi. Þeir kýldu hann meðal annars og slógu í andlitið, felldu hann í jörðina þar sem þeir spörkuðu ítrekað í hann uns hann var reistur við og bundinn við stól, fötin skorin utan af honum og sokkum troðið í munn hans og héldu áfram að kýla og slá hann ítrekað ásamt því að slá hann með felgulykli, eða álíka áhaldi, í fætur, slá hann með hnífabrýni, eða álíka áhaldi, í rifbein, maga og háls, slá hann með belti, sparka í kynfæri hans og setja fætur hans í fötu eða kar með ísköldum hreinsivökva og hella sama vökva yfir hann, að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Þá var Otri Grettir einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa tekið fjármuni út af bankareikningi brotaþola, með því að neyða hann til að gefa upp leyninúmer bankakorts hans, og að hafa stolið bifreið móður hans nytjastuldi. Frömdu sams konar brot skömmu áður Þá voru þeir sakfelldir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung með því að hafa í félagi svipt annan mann frelsi í þrjár klukkustundir og veist að honum með ofbeldi, þar sem þeir meðal annars kýldu hann ítrekað í höfuð og búk, spörkuðu í hann liggjandi, handjárnuðu hann við stól og spörkuðu í kynfæri hans ásamt því að hóta honum frekara ofbeldi uns þeir létu hann lausan. Þá létu þeir manninn fylgjast með því ofbeldi sem lýst er hér að ofan. Foreldrar stúlku hafi lofað greiðslu fyrir árásina Otri Grettir bar fyrir dómi að hann hefði komið að staðnum þar sem frelsissviptingin var framkvæmd að beiðni meðákærða Arons, sem hafi sagt að foreldrar stúlku hafi boðið hálfa milljón króna fyrir að berja fyrrgreindan brotaþola. Sá hafi nauðgað stúlkunni. Otri Grettir játaði sök að hluta fyrir dómi en sagði hina tvo hafa gengið lengra í ofbeldinu. Aron Bjarni neitaði sök í málinu og benti á félaga sína tvo. Hann kvaðst hafa verið á staðnum en ekki stöðvað ofbeldið vegna þess að hann hafi frosið á tímabili þar til hann hafi séð hversu illa brotaþoli var haldinn. Hann kvaðst sjá eftir þessu öllu saman en að hann vissi af eigin raun hvernig það væri að lenda í frelsissviptingu. Sindri Freyr játaði sömuleiðis sök að hluta en kvað hina tvo hafa beitt megninu af ofbeldinu. Þá kvaðst hann einnig sjá eftir atvikum enda vissi hann af eigin raun hvernig væri að verða fyrir frelsissviptingu. Dómari komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til framburðar vitna og sakborninga, að þeir hefðu allir gerst sekir frelsissviptingar og líkamsárásir en Otri Grettir einn um ránið. Móðir stúlku sakfelld fyrir hótanir Fjórir sakborningar voru í málinu en auk mannanna þriggja var móðir stúlkunnar, sem sögð er hafa verið nauðgað af öðrum brotaþola, sakfelld í málinu. Hún var sakfelld fyrir að hafa sent manninum skilaboð sem voru til þess fallin að vekja hjá honum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Allir muna vita hvað þu gerðir helvitið þitt, eg skal sjálf sjá til þess að þú rotnir í hreinasta helviti mannógeðið þitt. Þú vili ekki einu sinni ímyndað þer hvað sé i vændum hja þer,“ og „Þu munt deyja.“ Ákvörðun refsingar hvað varðar móðurina var frestað til tveggja ára. Þungir dómar Sindri Freyr hlaut þyngstan dóm eða þriggja ára fangelsisvist, þar af 33 mánuði skilorðsbundið með sömu skilmálum. Um var að ræða upptöku af fyrri tuttugu mánaða dómi. Otri Grettir var dæmdur í tveggja ára fangelsi en fullnustu 21 mánaðar var frestað til fimm ára, haldi hann almennt skilorð. Aron Bjarni var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar, þar af fimmtán skilorðsbundinna með sömu skilmálum. Hann á að baki fjóra refsidóma.. Ástæða þess að svo stór hluti refsingar mannanna er skilorðsbundin er dráttur á rannsókn málsins. Atvik þau sem mennirnir voru sakfelldir fyrir áttu sér stað fyrir fjórum árum. Mennirnir voru auk þess dæmdir til að greiða fyrrgreindum brotaþola tvær og hálfa milljón króna í miskabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Mennirnir þrír, Otri Grettir Otrason, Aron Bjarni Stefánsson og Sindri Freyr Sigurbjartsson voru sakfelldir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, og hótanir með því að hafa í félagi svipt mann frelsi í sex klukkustundir og veist að honum ítrekað með ofbeldi. Þeir kýldu hann meðal annars og slógu í andlitið, felldu hann í jörðina þar sem þeir spörkuðu ítrekað í hann uns hann var reistur við og bundinn við stól, fötin skorin utan af honum og sokkum troðið í munn hans og héldu áfram að kýla og slá hann ítrekað ásamt því að slá hann með felgulykli, eða álíka áhaldi, í fætur, slá hann með hnífabrýni, eða álíka áhaldi, í rifbein, maga og háls, slá hann með belti, sparka í kynfæri hans og setja fætur hans í fötu eða kar með ísköldum hreinsivökva og hella sama vökva yfir hann, að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Þá var Otri Grettir einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa tekið fjármuni út af bankareikningi brotaþola, með því að neyða hann til að gefa upp leyninúmer bankakorts hans, og að hafa stolið bifreið móður hans nytjastuldi. Frömdu sams konar brot skömmu áður Þá voru þeir sakfelldir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung með því að hafa í félagi svipt annan mann frelsi í þrjár klukkustundir og veist að honum með ofbeldi, þar sem þeir meðal annars kýldu hann ítrekað í höfuð og búk, spörkuðu í hann liggjandi, handjárnuðu hann við stól og spörkuðu í kynfæri hans ásamt því að hóta honum frekara ofbeldi uns þeir létu hann lausan. Þá létu þeir manninn fylgjast með því ofbeldi sem lýst er hér að ofan. Foreldrar stúlku hafi lofað greiðslu fyrir árásina Otri Grettir bar fyrir dómi að hann hefði komið að staðnum þar sem frelsissviptingin var framkvæmd að beiðni meðákærða Arons, sem hafi sagt að foreldrar stúlku hafi boðið hálfa milljón króna fyrir að berja fyrrgreindan brotaþola. Sá hafi nauðgað stúlkunni. Otri Grettir játaði sök að hluta fyrir dómi en sagði hina tvo hafa gengið lengra í ofbeldinu. Aron Bjarni neitaði sök í málinu og benti á félaga sína tvo. Hann kvaðst hafa verið á staðnum en ekki stöðvað ofbeldið vegna þess að hann hafi frosið á tímabili þar til hann hafi séð hversu illa brotaþoli var haldinn. Hann kvaðst sjá eftir þessu öllu saman en að hann vissi af eigin raun hvernig það væri að lenda í frelsissviptingu. Sindri Freyr játaði sömuleiðis sök að hluta en kvað hina tvo hafa beitt megninu af ofbeldinu. Þá kvaðst hann einnig sjá eftir atvikum enda vissi hann af eigin raun hvernig væri að verða fyrir frelsissviptingu. Dómari komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til framburðar vitna og sakborninga, að þeir hefðu allir gerst sekir frelsissviptingar og líkamsárásir en Otri Grettir einn um ránið. Móðir stúlku sakfelld fyrir hótanir Fjórir sakborningar voru í málinu en auk mannanna þriggja var móðir stúlkunnar, sem sögð er hafa verið nauðgað af öðrum brotaþola, sakfelld í málinu. Hún var sakfelld fyrir að hafa sent manninum skilaboð sem voru til þess fallin að vekja hjá honum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Allir muna vita hvað þu gerðir helvitið þitt, eg skal sjálf sjá til þess að þú rotnir í hreinasta helviti mannógeðið þitt. Þú vili ekki einu sinni ímyndað þer hvað sé i vændum hja þer,“ og „Þu munt deyja.“ Ákvörðun refsingar hvað varðar móðurina var frestað til tveggja ára. Þungir dómar Sindri Freyr hlaut þyngstan dóm eða þriggja ára fangelsisvist, þar af 33 mánuði skilorðsbundið með sömu skilmálum. Um var að ræða upptöku af fyrri tuttugu mánaða dómi. Otri Grettir var dæmdur í tveggja ára fangelsi en fullnustu 21 mánaðar var frestað til fimm ára, haldi hann almennt skilorð. Aron Bjarni var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar, þar af fimmtán skilorðsbundinna með sömu skilmálum. Hann á að baki fjóra refsidóma.. Ástæða þess að svo stór hluti refsingar mannanna er skilorðsbundin er dráttur á rannsókn málsins. Atvik þau sem mennirnir voru sakfelldir fyrir áttu sér stað fyrir fjórum árum. Mennirnir voru auk þess dæmdir til að greiða fyrrgreindum brotaþola tvær og hálfa milljón króna í miskabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent