Gríðarlegar tafir milli Hveragerðis og Selfoss Miklar umferðartafir eru Suðurlandsvegi til austurs milli Hveragerðis og Selfoss. Umferð um Biskupstungnabraut er ljósastýrð vegna vegavinnu og hefur áhrif á umferð um Suðurlandsveg. 19.8.2022 18:49
Lenti á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni í kringum jörðina Mack Rutherford, sem ætlar að verða yngsti flugmaðurinn til að fljúga einsamall hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fjögur í dag. 19.8.2022 18:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö nú síðdegis. Íslendingar sem földu sig fyrir árásarmanninum segja mikla skelfingu hafa gripið um sig. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 19.8.2022 18:01
Tuttugu sveitarstjórnarmenn með yfir tvær milljónir á mánuði Borgarstjóri, bæjarstjórar og forsetar bæjarstjórna höfðu það gott árið 2021. Tuttugu sveitarstjórnarmenn voru með yfir tvær milljónir í launatekjur á mánuði í fyrra. 18.8.2022 14:01
Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18.8.2022 10:18
Magnús er skattakóngur ársins 2021: Með tæplega 118 milljónir á mánuði Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 með tæplega 118 milljónir króna í launatekjur á mánuði. 18.8.2022 09:31
Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. 18.8.2022 07:46
Vatnsstaða lóns við Langjökul hækkar Gervitunglamynd sýnir að vatnsstaða í lóni við Langjökul er orðin nokkuð há. Þrisvar hefur hlaupið úr lóninu svo vitað sé, allt á síðustu átta árum. 18.8.2022 07:03
Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. 18.8.2022 06:40
Hefur snúið við blaðinu og fær milda refsingu Karlmaður var á dögunum dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir auðgunarbrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefði snúið lífi sínu til betri vegar síðan brotin voru framin. 17.8.2022 11:59